Munur á milli breytinga „Take That“

955 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
14.nóvember 2005 kom út safnplata sem innihélt einnig áður óútgefið lag. Komst hún í efstu sæti breskra vinsældalista. Nýja lagið, Today I‘ve Lost You, var upprunalega skrifað til að fylgja eftir vinsældum Back for Good en var aldrei tekið upp. 16.nóvember 2005 kom Take That saman í heimildamyndinni Take That: For The Record fyrir ITV sjónvarpsstöðina. Í myndinni segja meðlimir sína sögu og skoðnir á upplausn bandsins og frá því hvað þeir hafa haft fyrir stafni þann áratug síðan sveitin laggði upp laupana. 25.nóvember 2005 héldu drengirnir blaðamannafund þar sem þeir tilkynntu að þeir hyggðust leggja upp í tónleikaför 2006. Tónleikaferðalagið, sem kallaðist Ultimate Tour, stóð frá apríl – júní 2006.
 
Take That sneri aftur í tónlistarbransann eftir áratug og skrifaði undir samning við Polydor Records útgáfufyrirtækið sem sagður er hafa verið 3 milljón punda virði. Á einum mánuði seldist endurkomuplata sveitarinnar, Beautiful World, í 2,7 milljón eintökum í Bretlandi. Ólíkt fyrri plötum sveitarinnar, á hverjum Gary Barlow hafði samið langmest af efninu, þá voru öll lögin á nýju plötunni samin af meðlimum sveitarinnar öllum. Patience, smáskífan sem markaði endurkomu Take That var gefin út 20.nóvember 2006. 26.nóvember 2006 fór Patience í fyrsta sæti vinsældalista í Bretlandi og var þá orðin níunda topplag Take That. Velgengni Take That hélt áfram 14.febrúar 2007 þegar sveitin kom fram á BRIT verðlaunahátíðinni á Earl‘s Court. Patience vann verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna það kvöld.
Árið 2007 sömdu meðlimir Take That einnig lagið Rule the World fyrir kvikmyndina Stardust. Rule the World komst í annað sæti vinsældalista á Bretlandi og varð fimmta mest selda smáskífa ársins. 11.Octóber 2007 hófu Take That tónleikaför sína í Belfast á Írlandi. Þeir spiluðu á 49 tónleikum í Evrópu og var lokið í Manchester þann 23.desember.
 
 
{{stubbur|tónlist}}
19

breytingar