„Take That“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bylgja (spjall | framlög)
Bylgja (spjall | framlög)
Lína 13:
Tímamót urðu hjá Take That þegar þeir gáfu út lagið It Only Takes A Minute, endurútgáfu lags frá 1970, sem fór hæst í sjöunda sæti breska smáskífulistans. Góðum árangri var fylgt eftir með I Found Heaven og þar á eftir með fyrsta lagi Gary Barlow, A Million Love Songs. Komust bæði lögin á vinsældalista. Ábreiða þeirra af diskósmelli Barry Manilow, Could It Be Magic, varð þeirra stærsti smellur þegar þarna var komið við sögu og komst í þriðja sæti vinsældalista í Bretlandi. Fyrsta platan, Take That & Party, var gefin út 1992 og innihélt alla smelli drengjanna.
 
=== Súperstjörnur (1993-1995) ===
Platan Everything Changes var gefin út ári 1993 og var að stærstum hluta efni eftir Gary Barlow. Gaf þessi plata af sér fjórar smáskífur sem lentu í fyrsta sæti vinsældalista í Bretlandi; Pray, Relight My Fire, Babe og Everything Changes. Fimmta smáskífan, Love Ain‘t Here Anymore, komst í þriðja sæti vinsældalista. Með Everythings Changes öðlaðist sveitin alþjóðlega velgengni. Þó komst þeim ekki að komast inn á markað í Bandaríkjunum. Hins vegar var sveitin orðin vel þekkt í Evrópu og Asíu. Það var þó ekki fyrr en 1995 sem Take That fór í sína fyrstu stóru tónleikaferð.
 
{{stubbur|tónlist}}