„Seðlabanki Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Sven Harald
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Iceland-Reykjavik-Sedlabanki-1.jpg|thumb|right|Seðlabanki Íslands]]
'''Seðlabanki Íslands''' er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á [[Ísland]]i. Meginmarkmiðið með stjórn [[peningamál]]a er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda [[verðbólga|verðbólgu]] og [[atvinnuleysi]] lágu. [[Svein Harald Øygard]] var tímabundið skiðpaðurskipaður seðlabankastjóri [[27. febrúar]] [[2009]].
 
Seðlabanki Íslands hefur [[einkaréttur|einkarétt]] á því að koma íslenskum peningum, þ.e. seðlum og mynt, í umferð. Jafnframt á [[banki]]nn að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. [[greiðslujöfnuður|greiðslujöfnuð]] í landinu og við útlönd. Seðlabankanum ber þó einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu [[ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnarinnar]] að svo miklu leyti sem hann telur það ekki ganga gegn meginmarkmiði hans um verðstöðugleika. Seðlabankinn á ennfremur að sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð.