„Sigfús Sigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sigfús Sigfússon''' (stundum nefndur '''Sigfús Sigfússon frá Eyvindará''') ([[14. október]] [[1855]] – [[6. ágúst]] [[1935]]) var mikilvirkur [[Þjóðsaga|þjóðsagnaritari]] og er þekktastur fyrir verk sitt: ''[[Íslenskar þjóðsögur og sagnir]]'' sem gefiðfyrst var gefið út í heild16 bindum á árunum [[1922]]-[[1959]] og sinnisíðan í tíu bindum á árunum [[1981]] – [[1991]]. Sigfús þótti gríðarlega afkastamikill þjóðsagnasafnari á sínum tíma og barst hróður hans sem slíks víða.
 
Sigfús fæddist í Miðhúsum. Hann var sonur hjónanna ''Sigfúsar Oddssonar'' og ''Jóhönnu Þorsteinsdóttur'' frá Mjóanesi. Sigfús ólst hins vegar upp á Skeggjastöðum í Fellum en dvaldi tíðum á Eyvindará og kenndi sig jafnan við þann bæ. Sigfús lauk námi frá [[Möðruvallaskóli|Möðruvallaskóla]] [[1891]] og starfaði síðan um hríð sem kennari á Héraði en fluttist síðan til [[Seyðisfjörður|Seyðisfjarðar]] þar sem hann bjó og starfaði lengst af ævi sinnar. Á efri árum flutti Sigfús til [[Reykjavík]]ur og síðustu æviárin dvaldi hann á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.