„Uppruni lífs“: Munur á milli breytinga

2.481 bæti bætt við ,  fyrir 13 árum
Byrja á þessu. Meira efni og heimildir koma vonandi bráðlega.
Ekkert breytingarágrip
(Byrja á þessu. Meira efni og heimildir koma vonandi bráðlega.)
 
Hugmyndin um [[sjálfskviknun]] lífs hefur verið í gildi upp að 19. öld, en hún fjallar um það að það sé daglegt brauð að líf spretti upp frá lífvana efni (eins og að maðkar verði til í rotnandi kjöti). Sú kenning er afsönnuð og talin úrelt núna.
 
==Saga upprunakenninga í lífvísindum==
Uppruni [[lífvera]] hefur ugglaust verið [[Homo sapiens|mannskepnunni]] hugleikin allt frá [[Þróun mannsins|fyrstu tíð]], enda hafa flest [[trúarbrögð]], auk [[lífvísindi|náttúruvísinda]] og ýmissa [[heimspeki]]stefna, glímt við þessa snúnu ráðgátu. Hér verður stiklað á stóru yfir helstu upprunakenningar í sögu lífvísindanna.
 
===Sjálfkviknun===
{{aðalgrein|Sjálfskviknun}}
Sjálfkviknunarkenningin er venjulega rakin til [[Anaxímandros]]ar frá [[Míletos]] sem uppi var á [[6. öld f.o.t.]] (cítera Mayr hér??), en sú útgáfa hennar sem mest var stuðst við á [[miðaldir|miðöldum]], og raunar allt fram á [[19. öld]] var tekin saman af [[Aristóteles]]i á [[4. öld f.o.t.]] Kenningnin var í grófum dráttum á þá leið að allir hlutir, jafnt dauðir sem lifandi, innihéldu ''lífsandann''. Þegar aðstæður urðu hagstæðar hvað varðar hlutföll [[frumefnin fimm|frumefnanna fimm]] kviknaði líf og fullmótuð lífvera varð til í einu vetfangi. Kenningin var álitin útskýra fyrirbrigði eins og tilurð [[froskar|froska]] í regnblautum aur og [[maðkaflugur|möðkun]] kjöts og mjöls.
 
Á [[17. öld]] fóru að koma fram brestir í sjálfkviknunarkenningunni. Rannsóknir [[William Harvey|Williams Harvey]] og fleiri lækna og líffærafræðinga gáfu til kynna að öll dýr, jafnt smá sem stór, kæmu úr eggi (''omne vivum ex ovo'') og [[Francesco Redi]] sýndi fram á það á sannfærandi hátt að kjöt maðkar ekki ef flugum er haldið frá því. Sjálfkviknunarsinnum óx þó ásmegin þegar [[Antonie van Leeuwenhoek]] uppgötvaði [[örvera|örverur]] skömmu síðar og var það viðtekinn sannleikur í vísindaakademíunum í [[Royal Society|London]] og [[Académie des sciences|París]] á [[18. öld]] að bakteríur og aðrar örverur verði til fyrir sjálfkviknun þrátt fyrir að „æðri lífverur“ eigi sér alltaf áa. Ekki voru þó allir sáttir við þennan vísdóm. [[Lazzaro Spallanzani]] við háskólann í [[Pavia]] framkvæmdi umfangsmiklar með hitun örvera í næringarríku seyði og taldi sig hafa sýnt fram á að örverur þyrftu að berast í seyðið, til dæmis með lofti, til að [[vöxtur örvera|vöxtur]] gæti átt sér stað, en það var ekki fyrr en [[Louis Pasteur]] endurbætti og endurtók tilraunir Spallanzanis [[1859]] sem sjálfkviknunarkenningin þótti endanlega [[hrekjanleiki|hrakin]].
 
[[Flokkur:Uppruni lífsins]]
2.164

breytingar