„Pýramídinn mikli í Gísa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Melitta (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Hnit|29|58|41|N|31|07|53|E|type:landmark_region:EG_scale:50000}}
[[Mynd:PyramidDatePalms.jpg|250px|thumb|19.aldar ljósmynd]]
'''Pýramídinn mikli í Gísa''' er [[Pýramídarnir í Gísa|pýramídi í Gísa]] í [[Egyptaland]]i. Hann er hið elsta af [[sjö undur veraldar|sjö undrum veraldar]] og jafnframt það eina þeirra sem enn stendur. Þótt það sé oft talað um alla þrjá Pýramídana á Giza svæðinu sem hluti af Furðuverkunum sjö, þá er það í rauninni aðeins sá stærsti sem er á listanum. Hann er bæði sá elsti og stærsti af þeim. Hann er talinn vera frá 2580 f.Kr og á smíðin að hafa tekið ca.um 20 ár. Hann var stærsta mannverk heimsins í meira en 40 aldir. Hann er byggður úr kalksteini auk fínpússaðs yfirborðs sem er þó að lengmestu horfið í dag.
 
Talið er að pýramídarnir þrír séu reistir af þremur kynslóðum faraóa á fjórðu konungsættinni, en sá tími er jafnan talin gullöld Egyptalands til forna. Faraóarnir þrír hétu [[Khufu]], [[Khafre]] og [[Menkaure]]. Khufu pýramídinn er því nefndur eftir egypska faraóinum Khufu, en pýramídinn er almennt talinn vera gröfin hans.
Lína 7:
== Mannvirkið ==
[[Mynd:Pyramide Kheops.JPG|thumb|left|[[Pýramídi]]nn mikli]]
Pýramídinn mikli stendur Giza sléttunni, sem er núna í úthverfi [[Kaíró]]-borgar. Hann er 137m137 m á hæð í dag, en var upphaflega 146m146 m. Ástæðan fyrir þessum mismun er sú að það vantar toppstykkið ([[gríska]]: pyramidion) efst á hann, en einnig hefur hann veðrast í gegnum árin. Hver grunnlína er 233m233 m, svo flatarmálið er 54,289m2289 m² en rúmmál hans er ca.um 2,5 milljón m3. Pýramídinn er talinn vega um 6 milljón tonn, þótt erfitt sé að gera sér fullkomlega grein fyrir þyngd hans. Mannvirkið er talið byggt úr ca. 2,5 milljón kalksteinblokka, en sú steingerð var ekki til í kringum Giza. Því er talið að blokkirnar hafi verið sóttar frá steinnámum meðfram [[Níl]] og síðan siglt með þær upp eftir ánni.
 
Í dag telja fræðimenn að líklega hafi bygging Pýramídans tekið um 14-20 ár, og að vinnuaflið hafi verið frá ca. 30,.000 – 50,.000 frjálsir vinnumenn á launum, en ekki þrælar eins og lengi var talið. Áður fyrr var Pýramídinn klæddur sléttum og slípuðum hvítum kalksteini, en í dag er svo til ekkert eftir af þeirri klæðningu. Það er talið að sú klæðning hafi verið svo vel pússuð að pýramídinn hafi glansað í sólarljósi. Einnig hefur hann þá glitrað í tunglskininu, sem hefur eflaust hjálpað mörgum týndum ferðalangnum í [[eyðimörk|eyðimörkinni]]. Helsta ástæðan er mikill [[jarðskálfti]] árið [[1301]] e.Kr. og hrundi þá megnið af klæðningunni. Þaðan tíndi fólk upp blokkirnar og notaði í byggingar í kring, sem enn má sjá í dag. Því er það í raun óvarið burðarvirkið sem við sjáum.
 
=== Hæsta bygging heims ===
Pýramídinn mikli var talinn stærsta bygging heims í yfir 40 aldir, það var ekki fyrr en á [[19. öld]] sem honum var ýtt úr fyrsta sætinu. Árið [[1300]] var byggingu turnsins á [[Lincoln Cathedral]] í [[England|Englandi]] lokið, sem hrifsaði sætið frá Pýramídanum, en turninn á kirkjunni var 160 m. En árið [[1549]] hrundi hann vegna veðurs, og endurheimti þá Pýramídinn aftur fyrsta sætið. Síðan þá hafa nokkar byggingar og turnar risið sem hafa verið nokkurn veginn með sömu hæð og Pýramídinn, flestar í kringum 150 m. En það var svo ekki fyrr en [[Eiffelturninn]] reis árið [[1889]] að hann varð ódeilanlega hæsta bygging heims, en hann er 300 m.
 
== Verkvit ==
Lína 18:
Mikið verkvit liggur að baki byggingar Khufu-pýramídans. Jafnvel í dag þætti erfitt að líkja eftir svo miklu nákvæmnisverki. Byggingin snýr nákvæmlega í [[höfuðátt|höfuðáttirnar fjórar]], svo aðeins skeika um 3 mínútur úr horni frá [[norður|hánorðri]]. Grunnlínurnar hliðanna eru svo til jafnar á allar hliðar, þó er um 19 cm skekkja á milli lengstu og stystu grunnlínanna. Einnig eru réttu hornin á grunnfletinum nákvæm, eitt er aðeins tvær sekúndur úr gráðu frá fullkomnu 90° horni. Efsti punktur Pýramídans er beint yfir miðpunkti grunnflatarins.
 
Byggingarblokkir Pýramídans vega allt frá 2,5 tonnum upp í 15 tonn hver, en auk þess vega rauðar granítblokkir í Konungsklefanum frá 50-80 tonn. Þá steintegund er aðeins að finna í [[Aswan]], töluvert sunnar í Egyptalandi, og hefur væntanlega verið siglt með blokkirnar þaðan. Sjálf líkkistan ([[gríska]]: sarcophagus) er höggin úr heilum steini, en furðulegt þykir að bæði gangurinn og hurðaropið inn í herbergið er smærra en umfang kistunnar.
 
=== Grunnflöturinn ===
Lína 24:
 
=== Notkun pí ===
Greinileg stærðfræðikunnátta er líka til staðar við nánari skoðun á Pýramídanum. Sem dæmi virðast hönnuðir Pýramídans hafa þekkt [[pí]] (π = 3.1411416). Ummál grunnflatar mannvirkisins er jafnlangt ummál hrings hvers radíus er jafnlangur hæð Pýramídans. Þ.e.a.s.Það er að segja, 2 x pí x hæð = ummál grunnflatar. Einnig er mögulegt að segja að tvöföld grunnlína hans deilt með hæðinni jafngildi pí. Ólíklegt þykir að jafnstór hlutföll og þessi (þ.e. lengd og hæð) hafi fyrir tilviljun gengið upp í pí, svo það þykir líklegt að þeir hafi þekkt hlutfallið.
 
== Smíði pýramídans ==
Lína 31:
Helstu tilgátur fræðimanna ganga út á að við byggingu pýramídanna hafi skábrautir verið notaðar til að flytja blokkirnar upp og brautin stækkuð eftir því sem verkinu miðaði áfram. Nærtækasta efnið í þær væri [[sandur]] og mögulega var einhver vökvi, t.d. [[vatn]] eða [[mjólk]], notaður til að smyrja yfirborðið svo auðveldara væri að draga steinblokkirnar. Tvær megintilgátur eru uppi hvað varðar lögun skábrautanna. Annars vegar væri hægt að hafa beina skábraut á einni hliðinni. Hins vegar væri mögulegt að láta skábrautina hlykkjast meðfram pýramídanum.
 
Þónokkrir hnökrar eru þó við þessar kenningar. Gallinn við hlykkjóttar skábrautir er að ekki væri mögulegt að ljúka við allan Pýramídann á þann hátt. Fræðimenn ímynda sér því að vogarstöng af einhverju tagi hafi verið notuð fyrir efsta hlutann. Hins vegar væri mögulegt að ljúka við Pýramídann upp á topp með beinu skábrautinni. Rúmmál hans myndi þó verða um þrisvar sinnum meira (ca.um 8 milljón m3) en rúmmál sjálfs Pýramídans (ca.um 2,5 milljón m3) þegar hann yrði sem stærstur, sem þykir draga úr möguleika tilgátunnar. Auk þess hafa engin ummerki um skábrautir af þessari miklu stærðargráðu fundist, aðeins hafa verið grafnir upp mun minni brautir sem gætu ekki einu sinni hafa nýst við bróðurpartinn af uppbyggingunni.
 
=== Aðrar tilgátur ===
Lína 38:
== Innviði pýramídans ==
[[Mynd:Great_Pyramid_Diagram.svg|thumb|right|350px|Þverskurður]]
Veggirnir inni í Pýramídanum eru allir berir og óletraðir, fyrir utan nokkra veggi nálægt Konungsherberginu, þar sem einhver hálfgerð klessuverk eru til staðar. En ólíkt öðrum pýramídum á svæðinu, hefur Pýramídinn mikli mun fleiri göng og herbergi en hinir og það er einnig vandað meira við gerð hans. Það er gengið inn í Pýramídann á norðurhliðinni. Inni í Pýramídanum eru þrír klefar, allir staðsettir á lóðrétta ásnum, hver fyrir ofan annan. Sá lægsti er grafinn inn í berggrunninn sem Pýramídinn er byggður á, en það var aldrei lokið við hann, þar hefur aðeins verið gróflega höggið í steinninn.
 
=== Konungsklefinn ===
Hann er stærstur af klefunum, en hann er 10.,45 m langur, 5.,20 m breiður og 5.,80 m á hæð. Það er u.þ.b.um það bil tvöfaldur teningur, eins og einn teningur ofan á öðrum. Klefinn er talinn hafa átt að vera lokadvalarstaður konungs, en þar hafa aldrei nokkur ummerki um lík fundist eða eitthvað sem tengist líksmurningum Forn-Egypta. Það lýtur því út fyrir að konungurinn hafi aldrei verið grafinn þar. Leiðin inn í Konungsklefann er hins vegar mjög mikilfengleg, en þar er stór gangur, um 47 m langur og 8,48 m að hæð.
 
=== Drottningarklefinn ===
Hann er í miðjunni og er minnstur, en hann er um 5,74 x 5,23 m að flatarmáli. Tilgangur klefans er enn hulinn, en ein tilgátan er þannig að þar hafi svokallað serbab verið, eins konar hilla þar sem stytta af hinum jarðsetna er sett. Það lítur samt út fyrir að hann hafi aldrei verið notaður, þar sem þeir fægðu t.d.til dæmis ekki gólfið og fleira. Enn ein tilgátan um þennan klefa er sú að Forn-Egyptar hafi byrjað á þessum klefa, en síðan einfaldlega hætt við og frekar byggt stærri klefa fyrir ofan, en þar er einmitt Konungsklefinn.
 
=== Göng ===
Nokkur mjög mjó og löng göng sem koma út úr bæði Drottningar- og Konungsklefanum. Þau beinast að stjörnum, en Forn-Egyptar voru miklir [[stjörnufræði|stjörnu]]áhugamenn. Suðurgöngin frá Konungsklefanum benda beint á beltið í [[Óríon]], þar sem það hefur verið á tímum Forn-Egypta. Suðurgöng Drottningarklefans benda svo á [[Síríus]], sem er skærasta stjarnan á norðurhimninum, og er í stjörnumerkinu [[Canis Major]], eða Litla-Hund. Norðurgöng Konungsklefans benda beint á stjörnuna [[Thuban]] í merkinu [[Draco]], sem er rétt hjá [[Pólstjarnan|Pólstjörnunni]]. En norðurgöng Drottningarklefans benda einmitt á pólhverfustjörnurnar, t.d.til dæmis pólstjörnuna í [[Ursa Minor]], eða Litla-Birni.
 
Samt þykja þessi göng enn mjög dularfull, þar sem tilgangur þeirra er ekki á hreinu. Það er vitað að Forn-Egyptar trúðu að guðirnir byggu á himninum, svo sú staðreynd að göngin beinast að skærum stjörnum gæti vel verið tengd þeim. Sumir telja að þetta hafi átt að hjálpa nýlátnum sálunum að rata til himisins.
 
== Tengt efni ==
* [[Sjö undur veraldar]]
* [[Egyptaland]]
* [[Pýramídar]]
* [[Sfinx]]
 
== Heimildir ==
* [http://www.authenticwonders.com/Wonders/pyramid.html authenticwonders.com - Pyramid]
* [http://www.unmuseum.org/kpyramid.htm UnMuseum.org]
* [http://interoz.com/egypt/cheops.htm Interoz.com]
 
{{Tengill ÚG|nds-nl}}
 
[[Flokkur:Sjö undur veraldar]]
Lína 69 ⟶ 67:
 
{{Tengill ÚG|ms}}
{{Tengill ÚG|nds-nl}}
 
[[ar:هرم أكبر]]