„Pétur Blöndal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 57:
Pétur fæddist þanng [[24. júní]] í [[Reykjavík]] árið [[1944]]. Foreldrar hans voru Haraldur H. J. Blöndal sem var [[sjómaður]] og verkamaður, og Sigríður G. Blöndal skrifstofukona.
===Nám===
Hann lauk stúdentsprófi úr [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1965]] og síðar [[Diplom-próf]] í [[eðlisfræði]], stærðfræði, [[tölvunarfræði]] og [[tryggingar|alþýðutryggingum]] við [[Kölnarháskóli|Kölnarháskóla]] [[1971]]. Að því loknu tók hann [[doktor]]spróf í [[stærðfræðilíkindafræði]] við sama háskóla [[1973]].
 
===Starfsferill===
Árið [[1973]] hóf hann störf við [[Raunvísindastofnun Háskólans|raunvísindastofnun Háskóla Íslands]] og hélt hann þeirri stöðu í tvö ár. Eftir það varð hann [[forfallakennari|stundakennari]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] frá árunum 1973 til 1977. Hann gengdi stöðu forstjóra við [[Lífeyrissjóður verslunarmanna|lífeyrissjóð verslunarmanna]] árin 1977 til 1984 og hóf einnig árið 1977 að veita tryggingarfræðilega ráðgjöf og útreikninga fyrir ýmsa lífeyrissjóði og einstaklinga, og hélt hann því áfram í 17 ár. Hann var varð framkvæmdarstjóri [[Kaupþing]]s árið 1984 og var það til ársins 1991. Hann kenndi við [[Verslunarskóli Íslands|Verslunarskóla Íslands]] frá árunum 1991 til ársins 1994, og hóf störf sem stjórnarformaður [[Tölvusamskipti|Tölvusamskipta]] árið 1994 og starfaði þar í eitt ár. Var formaður framkvæmdanefndar Landssambands lífeyrissjóða árin 1980 til 1984 og formaður hjá Landssambandi lífeyrissjóða árin 1984 til 1990. Hann starfaði í endurskoðunarnefnd lífeyriskerfisins árin 1984 til 1986. Hann var í stjórn [[Verðbréfaþing Íslands|Verðbréfaþings Íslands]] árin 1985 til1990. Hann var í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda (1981-1988), Kaupþings (1982-1986) og svo var hann formaður nokkurra dótturfyrirtækja árin 1987-1991. Hann varð formaður skattamálanefndar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] árin 1981-1982, og í stjórn Húseigandafélagsins árin 1982 til 1992 þar sem hann gengi stöðu formanns lengst af. Hann er og hefur verið stjórnarformaður [[Silfurþing ehf.|Silfurþings ehf.]] síðan ársins 1988. Hann sat í nefnd um reglugerð sem fjallaði um húsbréfakerfið (1988) og í stjórn Tölvusamskipta hf. (lengst af formaður) síðan árið [[1990]]. Í stjórn SH-verktaka hf. (1991-1992) og stjórnarformaður Veðs hf. og Veðafls hf. (1992-1993). Hann sat í stjórn Sæplasts hf. (1991-1996) og var varaformaður Marstars hf. (1994-1997). Árið 1994 var hann í bankaráði Íslandsbanka hf. til ársins 1995 og fár árinu 2003 hefur hann verið í sjórn [[SPRON]]. Hann sat í nefnd um endurskoðun stærðfræðikennslu (1994-1998) og af og til var hann einnig í stjórn Félags íslenskra tryggingarfræðinga.<ref name="agrip"/>