„Pelópsskagastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Pelópsskagastríðið''' ([[431 f.Kr.]]&ndash;[[404 f.Kr.]]) var stríð í [[Grikkland hið forna|Grikklandi hinu forna]] milli [[Aþena|Aþenu]] og bandamanna hennar annars vegar og [[Sparta|Spörtu]] og bandamanna hennar hins vegar.<ref>Um Pelópsskagastríðið, sjá Bagnall (2004), Kagan (2003) og Janus (1969). Einnig Skúli Sæland, [http://visindavefur.hi.is/?id=4579 „Hvað voru Pelópsskagastríðin?“]. ''Vísindavefurinn'' 27.10.2004. (Skoðað 10.12.2006).</ref> Elsta og frægasta heimildin um Pelópsskagastríðið er ''Saga Pelópsskagastríðsins'' eftir forngríska [[sagnfræði]]nginn [[Þúkýdídes]].
 
Sagnfræðingar hafa venjulega skipt stríðinu í þrjú skeið. Á fyrsta skeiðinu, [[Arkídamíska stríðið|arkídamíska stríðinu]], gerði Sparta ítrekaðar innrásir á [[Attíkuskagi|Attískuskaga]] en Aþena nýtti sér yfirburði sína á sjó til að gera strandhögg á [[Pelópsskagi|Pelópsskaga]] og reyndi að halda niðri ólgu meðal bandamanna sinna. Þessu skeiði stríðsins lauk árið [[421 f.Kr.]] með [[Friður Níkíasar|friði Níkíasar]]. En áður en langt um leið brutust átök út að nýju á Pelópsskaganum. Árið [[415 f.Kr.]] sendi Aþena her til [[Sikileyjarherförin|Sikileyjar]] í von um að hertaka [[Sýrakúsa|Syrakúsu]]. Árásin misheppnaðist illa og Aþeningar töpuðu öllu herliðinu sem þeir sendu árið [[413 f.Kr.]] Við þessi tímamót hófst síðasta skeið stríðsins, sem er venjulega nefnt jóníska stríðið. Sparta, sem naut nú stuðnings [[Persaveldi]]s, studdi byltingu í bandalagsríkjum Aþenu á [[Eyjahaf]]i og í [[Jónía|Jóníu]] og gróf þannig undan veldi Aþenu og yfirráðum hennar á sjó. Eyðilegging aþenska flotans í [[Orrustan við Ægospotami|orrustunni við Ægospotami]] réð úrslitum í stríðinu og Aþena gafst upp ári síðar.
Lína 5:
Pelópsskagastríðið breytti ásjón Grikklands. Aþena hafði verið sterkasta borgríkið fyrir stríðið en var nú máttvana. Á hinn bóginn varð Sparta leiðandi afl í grískum stjórnmálum. Stríðsreksturinn hafði efnahagsleg áhrif á allt Grikkland og fátækt varð almenn á Pelópsskaga. Aþena var í sárum og náði aldrei aftur fyrri stöðu sinni.<ref>Kagan (2003), 488</ref><ref>Fine (1983), 528–533</ref> Stríðið olli einnig smærri breytingum á grísku samfélagi. Átökin milli aþenska [[lýðræði]]sins og spartversku [[fámennisstjórn]]arinnar, sem hvor um sig studdi stjórnmálafylkingar í öðrum ríkjum, gerðu borgarastríð algeng í Grikklandi. Grískur hernaður, sem hafði upphaflega verið takmarkaður og formlegur, umbreyttist í ótakmarkað stríð, með tilheyrandi hamförum sem höfðu ekki áður sést að slíku marki. Heilu sveitirnar lögðust í eyði, borgríki voru lögð í rúst og viðhorfsbreyting varð í trúarlegum og siðferðilegum málum. Pelópsskagastríðið markaði endann á [[5. öld f.Kr.]], gullöld Grikklands.<ref>Kagan (2003),XXIII–XXIV.</ref>
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{reflist}}
 
== Heimildir ==
<div class="references-small">
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Peloponnesian War | mánuðurskoðað = 10. desember | árskoðað = 2006}}
* Bagnall, Nigel, ''The Peloponnesian War: Athens, Sparta, and the Struggle for Greece'' (Thomas Dunne Books, 2004).
* Fine, John V.A., ''The Ancient Greeks'' (Belknap Press, 1983).
* Forrest, W.G., ''A History of Sparta 950-192 B.B.'' (Norton, 1968).
* Janus, Eric S., ''The Outbreak of the Peloponneasian War'' (Cornell University Press, 1969).
* Kagan, Donald, ''The Peloponnesian War'' (Viking, 2003).</div>
 
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|4579|Hvað voru Pelópsskagastríðin?}}
 
{{Stubbur|fornfræði}}
 
[[Flokkur:Pelópsskagastríðið]]
 
{{Tengill ÚG|de}}
{{Tengill ÚG|fi}}
 
{{Tengill ÚG|la}}
{{Tengill GG|no}}
{{Tengill GG|zh}}
 
[[Flokkur:Pelópsskagastríðið]]
 
[[als:Peloponnesischer Krieg]]