„Jósefos Flavíos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Binntho (spjall | framlög)
Lína 2:
 
== Ævisaga ==
Jósefos var af góðum ættum presta og jafnvel æðstupresta. Í ævisögu sinni rekur hann ættir til Hasmónea, oftar þekktir sem Makkabear, en þeir stofnuðu sjálfstætt ríki í [[Palestína|Palestínu]] á annarri öld fyrir okkar tímatal.
 
Í upphafi stríðsins var hann tekinn til fanga af [[Rómaveldi|rómverska]] hershöfðingjanum [[Vespasianus|Vespasíanusi]] sem sendur hafði verið af [[Nero|Neró]] [[Rómarkeisari|keisara]] að berja niður uppreisnina. Hann lýsir því sjálfur í ævisögu sinni hvernig hann stjórnaði aðgerðum í Galíleu gegn Rómverjum en sveik félaga sína og gaf sig á vald Vespasíanusar hershöfðingja um leið og Rómverjar birtust. Þar sem hann var af góðum ættum og háttsettur meðal andstæðinganna hefur hann fengið sæmilega góða umönnun. Hann segist hafa spáð fyrir um það við Vespasíanus að hann yrði næsti keisari enda ættu messíasarspádómar Biblíunnar við hann. Þetta þótti með ólíkindum enda ekkert brottfararsnið á Neró keisara auk þess sem Vespasíanus var ekki af júlíönsku ættinni sem allir keisarar höfðu tilheyrt.