„Herbert Spencer“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Spencer líkti samfélaginu við lifandi veru, þegar hann ræddi um stöðugleikann, þar sem samstarf einstakra líkamshluta, svo sem lunga og hjarta heldur henni á lífi. Í samfélaginu voru til staðar sambærilegir þættir sem tryggðu stöðugleika samfélagsins, svo sem fjölskyldan, skólakerfið og hagkerfið. Bæði lífveran og samfélagið fæddust, lifðu og myndu deyja.
 
Þegar hann ræddi um breytingar (eða hreyfingaraflið) sótti hann líkingu í [[Þróunarkenning Darwins|þróunarkenningu]] [[Charles Darwin]], sem árið [[1859]] gaf út bókina ''Uppruni tegunda'' (e. ''On the Origin of Species''). Þar sýnir hann fram á að allar tegundir lífvera eru í stöðugri þróun. Darwin rakti þróun mannsins til [[upphaf lífsins|upphafs lífsins]] á jörðinni. Kenning hans gengur út að allar lífverur á jörðinni ala af sér fleiri afkomendur en umhverfið getur séð farborða. Sumir einstaklingar falla betur að umhverfinu sem þeir fæðast í en aðrir og hafa því meiri lífslíkur. Það eru því hæfustu einstaklingar tiltekinnar dýrategundar sem komast af og ná að fjölga sér í þessu umhverfi. Það kallar hann [[náttúruval]]. Spencer taldi þetta eiga við mannlegt samfélag, það er að segja að það væri óhjákvæmilegt að hæfustu einstaklingar samfélagsins sem næðu mestum árangri innan þess myndu lifa af. Ein öfgafullasta túlkun á þessum [[Félagslegur darwinismi|félagslega darwinisma]] Spencers var kenning [[Adolf Hitler|Adolfs Hitler]] um að aríar væru hæfastir til þess að stjórna mannlegu samfélagi.
 
Herbert Spencer taldi að önnur samfélög myndu þróast á líkan veg og vesturlönd höfðu gert með svo góðum árangri, það er að segja úr einföldu samfélagi í flókið, eins og það iðnaðarsamfélag sem hann þekkti. Þessi þróun tók vesturlönd, að hans mati. tíuþúsund ár.