„Hlutabréf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SvartMan (spjall | framlög)
m merkti sem stubb
þetta er ekki nýyrði í minni orðabók, allir þekkja þetta
Lína 1:
'''Hlutabréf''' (e. stock) eru ávísun á ákveðinn eignarhlut í [[hlutafélagi]]. Mismunandi [[réttur|réttindi]] geta fylgt hlutabréfinu en algengast er að það veitir eiganda þess rétt til þess mæta á og taka þátt í kosningum á [[aðalfundur|aðalfundi]] félagsins, taka við [[arður|arði]] frá félaginu og selja hlutabréfið eða eignarhlutinn til þriðja aðila. Hlutabréf eru ein tegund [[verðbréf|verðbréfa]].
 
Hlutabréf eru gefin út á ákveðnu nafnverði, oft ein króna per hlut. Ef hlutabréfin eru skráð í opinberum [[kauphöll]]um er gjarnan talað um ,,skráð hlutabréf" en við skráningu verður til opinbert [[gengi]] á hlutum í félaginu og auðveldar það eigendum hlutabréfa að eiga [[viðskipti]] með bréfin. [[Nafnvirði]] allra útgefinna hlutabréfa í hlutafélagi er kallað [[hlutafé]] félagsins en hlutafé félagsins margfaldað með gengi í kauphöll er kallað [[markaðsvirði]] félagsins.