„Hraði að marki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Nálgunarhraði að marki''' ([[enska]]: ''Velocity made good'' eða '''VMG''') er [[siglingar|siglingahugtak]] oft notað í [[kappsigling]]um sem vísar til þess hluta af [[hraði|hraða]] [[seglskip]]s sem færir það nær settu marki. Hugtakið er notað vegna þess að vegna [[vindur|vindstefnu]] getur báturinn oft ekki siglt beint að markinu. Seglskútur geta ekki siglt beint á móti vindi og oft gefur hæsta mögulega [[beiting (siglingar)|beiting]] gefur ekki endilega mesta hraða. Til að komast sem hraðast að markinu þarf því að hámarka hraða miðað við stefnu, eða nálgunarhraða að marki. Oft þarf [[skipstjóriSkipstjóri]] þarf því að vega og meta kosti þess að halda meira undan og ná meiri hraða eða beita hærra til að stefna nær markinu.
 
Hægt er að reikna þetta út með einfaldri [[hornafræði]]: Ef markið er í norður og skipið er á fimm hnúta hraða miðað við að stefna 60° norðaustur en næði 5,2 hnútum ef það héldi undan um 5°, hvor leiðin væri betri? Svarið fæst með því að reikna út [[kósínus]] hornsins sinnum hraða í þeirri stefnu. Þar með fæst út að fyrri leiðin færir skipið norður á cos(60) * 5 = 2,5 hnúta hraða en sú síðari á cos(65) * 5,2 = 2,2 hnúta hraða. Fyrri leiðin færir skipið því hraðar að markinu en sú síðari miðað við að beitt sé á sama borð.