„Njáll Þorgeirsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
orðalag lagfært, vafasamar fullyrðingar mildaðar
Lína 9:
Synir Njáls og Bergþóru voru kvæntir menn og áttu börn. Kona Skarphéðins var Þórhildur Hrafnsdóttir, kona Helga var Þórhalla Ásgrímsdóttir og kona Gríms var Ástríður af Djúpárbakka og var hann seinni maður hennar. Dætur þeirra hjóna voru einnig giftar. Þorgerður var gift [[Ketill Sigfússon|Katli Sigfússyni]] í Mörk og Helga var gift [[Kári Sölmundarson|Kára Sölmundarsyni]]. Síðari kona Kára var [[Hildigunnur Starkaðardóttir]], sem áður var gift [[Höskuldur Þráinsson|Höskuldi Hvítanessgoða]], og var hún bróðurdóttir [[Flosi Þórðarson|Flosa Þórðarsonar]] ([[Brennu-Flosi|Brennu-Flosa]]).
 
Endalok Njáls og Bergþóru, eftir að synir þeirra, ásamt [[Kári Sölmundarson|Kára Sölmundarsyni]] og [[Mörður Valgarðsson|Merði Valgarðssyni]], gerðu aðför að [[Höskuldur Hvítanessgoði|Höskuldi Hvítanessgoða]] og drápu hann, urðu þau, að [[Flosi Þórðarson]] á [[Svínafell]]i, sem var föðurbróðir Hildigunnar, ekkju Höskulds, hefndi fyrir vígið með því að brenna bæinn á [[Bergþórshvoll|Bergþórshvoli]]. Fórust þau þar hjónin og synir þeirra allir ásamt dóttursyni þeirra, Þórði Kárasyni. Kári Sölmundarson var sá eini, sem slapp úr brennunni. Hefndi hann brennunnar og sonar síns geypilega næstu árin á eftir.
 
== Njáll í grunninn ==
Í Njálu er Njáli lýst í 20. kapitula. Hann er sagður sonur Þorgeirs gollnis Þórólfssonar og Ásgerðar Áskelsdóttir. Hann bjó að [[Bergþórshvoll|Bergþórshvoli]] í [[Landeyjar|Landeyjum]] en átti annað bú að Þórólfsfelli. Hann var auðugur að fé og landi. Talið er að á Bergþórshvoli hafi verið um 30 nautgripir og bendir það til þess að Njáll hafi verið stórbóndi. Lögmaður var hann mestur á Íslandi, langminnugur, vitur, góðgjarn, forspár og heilráður. Hann var friðarsinni og bar aldrei vopn nema sökum siða því eitt sinn bar hann litla taparöxi en þær voru oftast virðingagjafir til forna. Sagt var að hann leysti hvers manns vandræði er á hans fund komu en sá löstur var á Njáli að honum óx ekki skegg. Njáll átti sex börn, þrjár dætur og þrjá syni með [[Bergþóra Skarphéðinsdóttir|Bergþóru Skarphéðinsdóttur]] konu sinnu auk eins lausleiksbarns með Hróðnýju Höskuldsdóttir.
Með lýsingunni á Njáli leitast höfundur við að koma til skila andlegu atgervi Njáls, visku hans og góðgirni. [[Snorri Sturluson|Snorri Sturluson]] minnist einnig á Njál í Eddu sinni en þar tilgreinir hann skáldskap hans og eignar honum eitt heiti sjávar, húmur.
 
=== Fjölskylda ===
Lína 21:
 
===Uppeldið===
Uppeldi Njálssona tókst ekki alveg sem skildi en öllu betur tókst uppeldi fóstursonanna. Þórhalli Ásgrímssyni var ungum komið til Njáls sem minnir óneitanlega á þá hefð síðarmeir, að menn reyndu að koma sonum sínum fyrir á kirkjustöðum til lærdómsuppeldis. Njáll kenndi Þórhalli lög svo vel að eftir dauða Njáls var Þórhallur lögfróðastieinn maðuraf þremur lögfróðustu mönnum [[Ísland|Íslands]]. Unni Þórhallur Njáli mikið og eflaust meir en sínum eigin föður.
 
Fimmtugur tekur Njáll [[Höskuldur Þráinsson|Höskuld Þráinsson]] í fóstur. Það virðist hafa verið ráðabrugg Njáls að koma Höskuldi í fóstur hjá sér til þess að forðast deilur síðarmeir vegna víga sona sinna á Þráni föður Höskulds. Höskuldur er, ólíkt sonum Njáls, að mörgu líkur Njáli og unnirann Njáll að eigin sögn Höskuldi meira en blóðsonum sínum. Það kann þó að vera diplómatískt orðalag til að reyna að forðast hefndir frænda Höskuldar eftir víg hans. Hann elur Höskuld upp af kostgæfni og gerir hann að manni vinsælum og leiðtoga í sveitinni. Ást Njáls á Höskuldi kemur svo bersýnilega í ljós þegar hann gengur framhjá elsta syninum, Skarphéðni, og veitir Höskuldi goðorð. Hann hefur náð að koma fyrir í Höskuldi öllum þeim eiginleikum sem hann óskaði að Skarphéðinn hefði fengið. Það má segja að Höskuldur verði eins konar andlegur sonur. Njáll heldur hugmyndina um [[Feðraveldi|feðraveldi]] í heiðri. Hann gengur að því vísu að vilji hans sé virtur, þ.e. að hann ráði öllu. Njáll reynir að ráðstafa lífi sona sinna á sem hagstæðasta hátt fyrir fjölskyldu sína. Synir hans virðast að þeim sökum ekki vera mjög sjálfstæðir. Þeir dvelja löngum stundum á Bergþórshvoli og fylgja Njáli nær alltaf.
 
== Hjónaband og vinátta ==
[[Hjónaband|Hjónabönd]] í [[Íslendingasögurnar|Íslendingasögum]] verða oftar en ekki valdur að afdrifaríkri atburðarás og er Njála þar engin undantekning. Hjónaband [[Hallgerður langbrók|Hallgerðar langbrókar]] og [[Gunnar Hámundarson|Gunnars á Hlíðarenda]] er vægast sagt farsælt og verður að lokum banabiti Gunnars. Það fléttast einnig inn í hjónaband Bergþóru og Njáls og veldur illdeilum milli þeirra. Bergþóra metur Skarphéðin mikils enda eru þau margt lík. Njáll metur Gunnar hins vegar meira en syni sína og reynir Bergþóra að auka sæmd Skarphéðins á kostnað Gunnars. Það gerir hún með því að vísa Hallgerði úr sæti á Bergþórshvoli en hún veit mæta vel að Hallgerður er uppstökk og mun erfa þetta við hana. Bergþóra er snjöll rétt eins og Njáll en beitir kænsku sinni ekki alltaf í sömu átt. Það er engin tilviljun að Njáll hafi valið sér Bergþóru sem konu enda oft sagt að líkur sæki líkan heim. Það kemur einmitt á daginn í brennunni að Bergþóra stendur með manni sínum í dauðanum, ólíkt Hallgerði, enda Bergþóra „drengur góður“ sbr. lýsingu hennar, annaðólíkt en HallgerðurHallgerði.
 
===Gunnar á Hlíðarenda===
Lína 38:
== Örlögin ==
Hafa verður í huga að Njáll ólst upp við heiðni og þeim siðum sem henni fylgdu, eins og t.d. [[Hefndarskylda|hefndarskyldunni]]. Hinsvegar tók Njáll upp kristni á síðari hluta ævi sinnar en ávallt var togstreitan milli hins gamla og nýja siðar til staðar.
Þegar Höskuldur var veginn, var sem lífslogi Njáls slokknaði. Njáll var orðinn gamall, að öllum líkindum um áttrætt, og þessi fóstursonur hans, sem hann mat meira en alla syni sína samanlagt að eigin sögn, var sem hluti af honum. Hann gerði sér grein fyrir að það illvirki sem synir sínir höfðu framið var óbein afleiðing ráða hans, þ.e. að láta stofna Hvítanesgoðorð til handa Höskuldi og gera þannig á hlut [[Mörður Valgarðsson|Marðar Valgarðssonar]]. Mörður rægir þá saman Njálssyni og Höskuld og leiðir það síðan til brennufarar [[Flosi Þórðarson|Flosa]] eftir að [[Hildigunnur Starkaðardóttir|Hildigunnur Starkaðardóttir]], ekkja [[Höskuldur Þráinsson|Höskuldar]], eggjar hann til hefnda. Njáll hafði alla tíð reynt að afstýra örlögunum með því að taka Höskuld í fóstur og láta hann vingast við syni sína til þess að koma í veg fyrir hefnd hans síðar fyrir víg þeirra á föður sínum Þráni, en allt kom fyrir ekki. Hann játar sig sigraðan og gefur sig á vald örlaganna. Örlög sín var hafði hann séð fyrir löngu áður enda forspárhæfileikinn hans aðalsmerki. Þegar hann stendur við Bergþórshvol og sér menn Flosa nálgast veit hann fyrir víst hvað koma skal. Hann sér vígaglampa í augum Skarphéðins en skipar honum að fara inn í hús. Þar sem Njáll var forspár vissi hann að þeir myndu brenna þá inni en hann var eins og áður sagði búinn að gefast upp á því að reyna að sveigja örlögin sér í hag. Hann var friðelskandi. Of miklu blóð hafði verið úthellt af hálfu sona hans. Of mörg illvirki höfðu verið framin sökum afleiðinga ráða hans. Nú var kominn tími til að mæta örlögunum.
 
== Kristniáhrif ==