„Dýrlega byltingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: gd:An t-Ar-a-mach Glòrmhor
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Dýrlega byltingin''', eða '''Byltingin 1688''', var bylting á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] er [[Jakob 2.|Jakobi 2.]] [[listi yfir einvalda Englands|konungi Englands]] var steypt úr stóli af þingssinnum og [[Vilhjálmur 23. af Óraníu|Vilhjálmi 23. af OraníuÓraníu]] sem var tekinn til konungs og varð ''Vilhjálmur III''. Byltingin er einnig nefnd '''Blóðlausa byltingin''' en það er gert í óþökk Íra og Skota þar sem harðir bardagar voru háðir. Jafnvel að þeim undanskildum er ''Blóðlausa byltingin'' ekki réttnefni því sumstaðar var barist í Englandi. Hugtakið ''Dýrlega byltingin'' bar fyrst á góma hjá þingmanninum [[John Hamden]] haustið 1689 og er núna víðast haft sem heiti byltingarinnar.
 
Byltinguna má gjörla tengja við [[Níu ára stríðið]] sem geysaði á [[meginland Evrópu|meginlandi Evrópu]] og segja má að þetta hafi verið síðasta heppnaða [[innrásin í England]]. Færa má rök fyrir því að byltingin hafi markað þau tímamót í [[saga Bretlands|sögu Bretlands]] að nútímalegt [[þingbundið lýðræði]] hafi hafist þar í landi því að frá og með byltingunni tapaði konungurinn [[einveldi]] sínu. Sömuleiðis voru ýmis [[borgaraleg réttindi]] tryggð með lagasetningu (e. ''English Bill of Rights 1689''). Með því að víkja Jakobi 2. frá valdastóli var komið í veg fyrir að [[kaþólska]] næði að festa sig í sessi á ný í Bretlandi.