Munur á milli breytinga „Vopnafjörður“

ekkert breytingarágrip
Íbúafjöldi er um 700-750 manns. Við Vopnafjörð er ein mönnuð [[veðurathugunarstöð]] á [[Skjaldþingsstaðir|Skjaldþingsstöðum]] og ein ómönnuð í [[Bjarnarey (Vopnafjörður)|Bjarnarey]].
 
== SagaLandnám ==
 
Við [[landnám]] eru taldir þrír landnámsmenn í Vopnafirði: [[Eyvindur vopni]] og [[Hróaldur bjólan]] sem voru fóstbræður og [[Lýtingur Ásbjarnarson]]. Nafn fjarðarins er dregið af viðurnefni Eyvindar sem nam [[Hofsárdal]] og hluta [[Vesturárdals]] austan megin og bjó hann á [[Syðri-vík]] sem munhafa heitið Krossavík innri. Hróaldur nam Selárdal, hluta Vesturárdals og norðurströnd fjarðarins. Hann bjó fyrst á Hróaldsstöðum í Selárdal en síðar á Torfastöðum í Vesturárdal. Lýtingur nam austurströnd fjarðarins og bjó sér bú á Krossavík ytri. Nefna má bróðurson Eyvindar vopna, Steinbjörn kört Refsson, sem má telja fjórða landnámsmanninn þar sem hann settist að á Hofi eftir að Eyvindur frændi hans gaf honum land milli Hofsár og Vesturdalsár. Loks kom Þorsteinn hvíti Ölvesson frá Noregi og keypti hann land af Eyvindi og síðar Steinbirni. Hann bjó lengstum á Hofi.