„Bogfimi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar Jón Eiríksson (spjall), breytt til síðustu útgáfu JAnDbot
Lína 49:
Á [[Ísland]]i er lítil hefð fyrir bogfimi, en þó þekkist hún lítillega úr [[Íslendingasögur|Íslendingasögunum]]. Frægastur er [[Gunnar á Hlíðarenda]] í þessu samhengi, en hann er sagður hafa átt boga sem aldrei missti marks, en vitað er að bogi hans hefur verið útlitslega frábrugðinn þeim bogum sem tíðkuðust á þessum tíma. Nýlegar kenningar gefa til kynna að boginn kunni að hafa verið húnbogi, kominn til Íslands frá Asíu í gegnum [[Mikligarður|Miklagarð]] eða [[Kænugarður|Kænugarð]], og þangað frá [[Silkivegurinn|Silkiveginum]]. Þá hefur fundist beinhringur með sérkennilegum rákum og fallegum myndskreytingum sem [[Þórarinn Eldjárn]] taldi að væri þumalhringur fyrir bogskyttur frekar en „servíettuhringur fornaldar“. Hann var síðar neyddur til þess að draga þessa kenningu til baka.
 
Bogfimi hefur ekki verið stunduð lengi sem íþróttagrein á Íslandi. Árið 1974 var [http://www.ifr.is [Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík]] stofnað, og hófust þá skipulagðar æfingar á bogfimi. Ári síðar hófust bogfimiæfingar á Akureyri hjá [[Íþróttafélagið Akur|Íþróttafélaginu Akri]], sem þá hét ''Íþróttafélag fatlaðra á Akureyri''. Nú eru einnig stundaðar æfingar á bogfimi hjá [[Íþróttafélagið Nes|Íþróttafélaginu Nesi]] í [[Reykjanesbær|Reykjanesbæ]]. Það eru þó fæstir þeirra sem æfa bogfimi undir merkjum þessarra félaga sem eru [[fötlun|fatlaðir]], heldur er mjög blandaður hópur fatlaðra og ófatlaðra.
 
Á [[Íslandsmót fatlaðra|Íslandsmóti fatlaðra]], sem haldið er á vegum [[Íþróttasamband fatlaðra|Íþróttasambands fatlaðra]] árlega, er keppt í þremur flokkum í bogfimi að jafnaði; þ.e. karla- og kvenna flokkum fatlaðra og opnum flokki þar sem allir hafa getað tekið þátt, jaft fatlaðir sem ófatlaðir.
Lína 63:
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Archery | mánuðurskoðað = 22. júní | árskoðað = 2006}}
* [http://www.bogfimiislandia.netis/~jonei/ Íslenski bogfimivefurinn]
 
[[Flokkur:Íþróttir]]