„Kvíðaraskanir barna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
 
== Ofurkvíðaröskun ==
Það sem helst einkennir ofurkvíðaröskun eru þrálátar og truflandi áhyggjur eða kvíði sem eru ekki tengdar tilteknum fyrirbærum eða aðstæðum. Börn eiga erfitt með að stjórna þessum áhyggjum eða losna við þær. Áhyggjurnar beinast að frammistöðu á ýmsum sviðum, heilsu, fjölskyldu eða öðru. Þessi einkenni verða að hafa staðið yfir í sex mánuði eða meira til þess að hægt sé að greina börn með ofurkvíðaröskun. Að auki verða líkamlega einkenni að vera til staðar. Þau eru óróleiki, að verða auðveldlega þreyttur, eiga erfitt með einbeitingu, pirringur, vöðvaspenna og svefntruflanir. Fullorðnir verða að hafa þrjú eða fleiri af þessum einkennum en börn aðeins eitt eða fleiri. Einnig verða áhyggjurnar að vera það miklar að þær trufli klárlega líf fólks (.<ref>American Psychiatric Association, 2000).</ref>
 
Börn með ofurkvíðaröskun hafa oft áhyggjur af frammistöðu sinni í skóla eða í íþróttum jafnvel þó þau séu ekki í prófi eða mati. Þau leggja oft mikla áherslu á stundvísi og hafa áhyggjur af ýmsum hamförum, svo sem jarðskjálftum og stríði. Þau eru oft mjög hlýðin og hafa mikla tilhneigingu til að þóknast öðrum. Þau eru einnig oft óörugg með sig, hafa fullkomnunaráráttu og vinna þess vegna verkefni sín endurtekið þar sem þau sætta sig ekki við árangurinn. Þau leita líka mikið eftir viðurkenningu, hóli og hughreystingu. Meðalaldur barna þegar kvíðaröskun hefst er 8,8 ár (.<ref>Silverman og Ginsburg, 1998).</ref>
 
== Aðskilnaðarkvíði ==
Aðskilnaðarkvíði er kvíðaröskun sem greinist einungis hjá börnum og unglingum en ekki fullorðnu fólki. Aðaleinkenni aðskilnaðarkvíða er mikill kvíði þegar börnin fara frá heimilinu eða frá þeim sem barnið er tilfinningalega tengt, til dæmis foreldrum (.<ref>American Psychiatric Association, 2000).</ref> Kvíðinn kemur einnig fram þegar von er á þessháttar aðskilnaði (.<ref>Silverman og Ginsburg, 1998).</ref> Kvíðinn er meiri heldur en hæfir þroska barnanna. Til þess að hægt sé að greina börn með aðskilnaðarkvíða verða einkennin að hafa verið til staðar í að minnsta kosti fjórar vikur og hafa hafist áður en barnið nær 18 ára aldri. Einnig þurfa einkennin að trufla líf barnanna á mörgum sviðum (.<ref>American Psychiatric Association), 2000.</ref>
 
Börn með aðskilnaðarkvíða hafa oft áhyggjur af því að eitthvað slæmt komi fyrir þau sjálf eða þá sem barnið er tilfinningalega tengt. Þegar börn vita að aðskilnaður er yfirvofandi gráta þau, halda fast í foreldrana eða þá sem barnið er tilfinningalega tengt, öskra eða grátbiðja þau um að fara ekki. Þau verða oft ofbeldisfull til þess að forðast aðskilnaðinn eða fá líkamlega einkenni, til dæmis magaverk. Aðstæður sem börn með aðskilnaðarkvíða forðast eru til dæmis að fara í skólann, að vera ein heima, að fara ein að sofa eða gista annars staðar en heima hjá sér. Oft fá þessi börn martraðir um aðskilnað (.<ref>American Psychiatric Association, 2000).</ref>
 
== Afmörkuð fælni ==
Aðaleinkenni afmarkaðrar fælni er mikill ótti við ákveðin fyrirbæri eða aðstæður. Dæmi eru um að fólk hræðist dýr, blóð, lyftuferðir og flugferðir. Þessi ótti eða kvíði er óraunhæfur og ekki í samræmi við raunveruleikann. Fullorðnir átta sig á því að óttinn er meiri en eðlilegt er. Börn átta sig þó ekki á því hver óraunhæfur kvíðinn er og kvarta þess vegna sjaldan yfir honum. Oftast forðast fólk áreitið sem veldur kvíðanum en ef það gerir það ekki finnur það fyrir miklum kvíða og óþægindum. TIl þess að hægt sé að greina fólk með afmarkaða fælni mega einkennin ekki vera aldurstengd og þau þurfa að hafa truflandi áhrif á líf fólks. Fyrir fólk sem er yngra en 18 ára þurfa einkennin að hafa verið til staðar í sex mánuði eða lengur til að fá greiningu. Hjá börnum kemur kvíðinn fram sem grátur, reiðiköst, þau frjósa eða halda fast í einhvern sem þau treysta (.<ref>American Psychiatric Association, 2000).</ref>
 
Meðalaldur barna þegar kvíðaröskunin hefst er 7,8-8,4 ár en sjúkdómurinn virðist ná hámarki í kringum 10-13 ára aldur (Silverman og Ginsburg, 1998).
 
== Félagsfælni ==
Það sem helst einkennir félagsfælni er mikill, þrálátur og óraunhæfur kvíði í félagslegum aðstæðum eða aðstæðum þar sem framkvæma þarf athafnir að öðrum viðstöddum. Kvíðinn er sérstaklega mikill í aðstæðum þar sem möguleiki er að aðrir leggi mat á manneskjuna á einhvern hátt. Fólk hefur áhyggjur af því að það muni hegða sér á einhvern hátt eða sýna kvíðaeinkenni sem gætu leitt til niðurlægingar eða skammar. Fullorðnir gera sér grein fyrir því að kvíðinn sé óraunhæfur en börn gera það ekki alltaf. Þegar fólk með félagsfælni er í aðstæðum sem valda þeim kvíða kemur kvíðinn nánast strax og getur leitt til felmturskasts ''(panic attack)''.<ref>American Psychiatric Association, 2000.</ref>
 
Börn með þennan kvíða geta farið að gráta, fengið reiðikast, haldið fast í foreldra sína eða flúið úr aðstæðunum.<ref>Silverman og Ginsburg, 1998.</ref> Til þess að hægt sé að greina fólk með félagsfælni þarf kvíðinn að trufla líf einstaklinganna og börn yngri en 18 ára þurfa að hafa haft einkennin í sex mánuði eða lengur.<ref>American Psychiatric Association, 2000.</ref> Félagsfælni getur verið almenns eðlis þar sem kvíðinn beinist að næstum öllum félagslegum aðstæðum eða sérhæfur þar sem hann beinist aðallega að einhverjum ákveðnum félagslegum aðstæðum. Meðalaldur barna þegar röskunin hefst er 11,3-12,3 ár.<ref>Silverman og Ginsburg, 1998.</ref>