„Kvíðaraskanir barna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Unnurvala1 (spjall | framlög)
Unnurvala1 (spjall | framlög)
Lína 29:
 
== Afmörkuð fælni ==
Aðaleinkenni afmarkaðrar fælni er mikill ótti við ákveðin fyrirbæri eða aðstæður. Dæmi eru um að fólk hræðist dýr, blóð, lyftuferðir og flugferðir. Þessi ótti eða kvíði er óraunhæfur og ekki í samræmi við raunveruleikann. Fullorðnir átta sig á því að óttinn er meiri en eðlilegt er. Börn átta sig þó ekki á því hver óraunhæfur kvíðinn er og kvarta þess vegna sjaldan yfir honum. Oftast forðast fólk áreitið sem veldur kvíðanum en ef það gerir það ekki finnur það fyrir miklum kvíða og óþægindum. TIl þess að hægt sé að greina fólk með afmarkaða fælni mega einkennin ekki vera aldurstengd og þau þurfa að hafa truflandi áhrif á líf fólks. Fyrir fólk sem er yngra en 18 ára þurfa einkennin að hafa verið til staðar í sex mánuði eða lengur til að fá greiningu. Hjá börnum kemur kvíðinn fram sem grátur, reiðiköst, þau frjósa eða halda fast í einhvern sem þau treysta (American Psychiatric Association, 2000).
Meðalaldur barna þegar kvíðaröskunin hefst er 7,8-8,4 ár en sjúkdómurinn virðist ná hámarki í kringum 10-13 ára aldur (Silverman og Ginsburg, 1998).
 
== Félagsfælni ==