„Kvíðaraskanir barna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Unnurvala1 (spjall | framlög)
Unnurvala1 (spjall | framlög)
Lína 25:
 
== Aðskilnaðarkvíði ==
Aðskilnaðarkvíði er kvíðaröskun sem greinist einungis hjá börnum og unglingum en ekki fullorðnu fólki. Aðaleinkenni aðskilnaðarkvíða er mikill kvíði þegar börnin fara frá heimilinu eða frá þeim sem barnið er tilfinningalega tengt, til dæmis foreldrum (American Psychiatric Association, 2000). Kvíðinn kemur einnig fram þegar von er á þessháttar aðskilnaði (Silverman og Ginsburg, 1998). Kvíðinn er meiri heldur en hæfir þroska barnanna. Til þess að hægt sé að greina börn með aðskilnaðarkvíða verða einkennin að hafa verið til staðar í að minnsta kosti fjórar vikur og hafa hafist áður en barnið nær 18 ára aldri. Einnig þurfa einkennin að trufla líf barnanna á mörgum sviðum (American Psychiatric Association).
Börn með aðskilnaðarkvíða hafa oft áhyggjur af því að eitthvað slæmt komi fyrir þau sjálf eða þá sem barnið er tilfinningalega tengt. Þegar börn vita að aðskilnaður er yfirvofandi gráta þau, halda fast í foreldrana eða þá sem barnið er tilfinningalega tengt, öskra eða grátbiðja þau um að fara ekki. Þau verða oft ofbeldisfull til þess að forðast aðskilnaðinn eða fá líkamlega einkenni, til dæmis magaverk. Aðstæður sem börn með aðskilnaðarkvíða forðast eru til dæmis að fara í skólann, að vera ein heima, að fara ein að sofa eða gista annars staðar en heima hjá sér. Oft fá þessi börn martraðir um aðskilnað (American Psychiatric Association, 2000).
 
== Afmörkuð fælni ==