„Kvíðaraskanir barna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Unnurvala1 (spjall | framlög)
Unnurvala1 (spjall | framlög)
Lína 21:
 
== Ofurkvíðaröskun ==
Það sem helst einkennir ofurkvíðaröskun eru þrálátar og truflandi áhyggjur eða kvíði sem eru ekki tengdar tilteknum fyrirbærum eða aðstæðum. Börn eiga erfitt með að stjórna þessum áhyggjum eða losna við þær. Áhyggjurnar beinast að frammistöðu á ýmsum sviðum, heilsu, fjölskyldu eða öðru. Þessi einkenni verða að hafa staðið yfir í sex mánuði eða meira til þess að hægt sé að greina börn með ofurkvíðaröskun. Að auki verða líkamlega einkenni að vera til staðar. Þau eru óróleiki, að verða auðveldlega þreyttur, eiga erfitt með einbeitingu, pirringur, vöðvaspenna og svefntruflanir. Fullorðnir verða að hafa þrjú eða fleiri af þessum einkennum en börn aðeins eitt eða fleiri. Einnig verða áhyggjurnar að vera það miklar að þær trufli klárlega líf fólks (American Psychiatric Association, 2000).
Börn með ofurkvíðaröskun hafa oft áhyggjur af frammistöðu sinni í skóla eða í íþróttum jafnvel þó þau séu ekki í prófi eða mati. Þau leggja oft mikla áherslu á stundvísi og hafa áhyggjur af ýmsum hamförum, svo sem jarðskjálftum og stríði. Þau eru oft mjög hlýðin og hafa mikla tilhneigingu til að þóknast öðrum. Þau eru einnig oft óörugg með sig, hafa fullkomnunaráráttu og vinna þess vegna verkefni sín endurtekið þar sem þau sætta sig ekki við árangurinn. Þau leita líka mikið eftir viðurkenningu, hóli og hughreystingu. Meðalaldur barna þegar kvíðaröskun hefst er 8,8 ár (Silverman og Ginsburg, 1998).
 
== Aðskilnaðarkvíði ==