„Beiting (siglingar)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Beiting''' í [[siglingar|siglingum]] lýsir því hvernig [[segl]]um er hagað eftir [[vindur|vindi]] á [[seglskúta|seglskútum]]. Kulborð er sú hlið bátsins sem snýr að vindi og hléborð sú sem snýr undan. Beitt er á stjórnborða þegar [[bóma]]n er út af bakborða (þegar bakborði er hléborðs) og öfugt.
 
Þegar siglt er skáhallt á móti vindi er talað um að sigla beitivind, beita upp í vindinn eða bíta. Þá er bóman eða ráin höfð eins samsíða bátnum og hægt er. Ef beitt er of stíft upp í vindinn fer vindurinn úr seglunum og þau blakta (þau kelur). Vissar gerðir seglskipa (s.s. [[skonnorta]] og [[slúppa]]) eiga betra með að sigla beitivind en aðrar. Mjög erfitt er að sigla beitivind með [[þversegl]]um.
 
Siglt er hliðarvind eða hliðarkylju þegar vindurinn kemur á bátinn á hlið. Þá er bóman höfð í um 30° horni miðað við bátinn.