„Drekasvæðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Bætti við textann á þessari þörfu síðu
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m -whitespace
Lína 3:
[[Íslenskar orkurannsóknir]] (ÍSOR) hafa unnið að jarðfræði- og jarðeðlisfræðilegum mælingum vegna undirbúningsvinnu fyrir [[olíuleit]]ina. Í tengslum við þessa vinnu hafa allmörg ný [[örnefni]] orðið til, bæði á hafsvæðum og hafsbotni. Raunar á það einnig við um hafsvæði suður af landinu þar sem Íslendinmgar gera kröfur um nýtingarrétt.
Svæðin sem hér um ræðir eru auk Drekasvæðis í [[Ægisdjúp]]i (Síldarsmugunni), á Bergrisanum ([[Hatton-Rockall]]). Til að byrja með voru nöfnin yfir svæðin sótt til hinna íslensku landvætta sem sagt er frá í [[Landnáma|Landnámu]]. Drekasvæðið er nefnt eftir drekanum sem fló út [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Bergrisinn var nefndur eftir risanum sem kom út úr [[Lómagnúpur|Lómagnúpi]] með járnstaf í hendi. Frægasti dreki íslenskra bókmennta er [[Fáfnir]] og því eru mörg örnefni innan Drekasvæðis sótt í [[Völsungasaga|Völsungasögu]]. Helstu hryggir á botninum heita t.d. Fáfnir, Otur, Sigurður, Gunnar, Gjúki, Sörli og Erpur. Síðan má nefna Fáfnisrennu, Sörlabotn og Gjúkakrók.
 
 
==Tenglar==