„Naggrísir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m höfundaréttarbrot...
Asabjorg (spjall | framlög)
Tæmdi síðuna
Lína 1:
{{höfundaréttarbrot|tengill=http://www.mu.is/husdyr/naggrisir/}}
{{hreingerning}}
'''Naggrísir''' eru vinsæl gæludýr sem eiga ættir sínar að rekja til [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Það eru til 14 tegundir af naggrísum en þau dýr sem haldin eru fyrir gæludýr eru komin af tegundinni Cavia Cutleri sem lifir í hlíðum Andesfjalla.
 
Naggrísir voru snemma uppgötvaðir sem heppileg dýr í ýmsar tilraunir og hafa verið notaðir í þeim tilgangi allt frá 1810. Naggrísum er eðlislægt að athafna sig að næturlagi en sem gæludýr hafa þeir snúið sólarhringnum alveg við.
 
Naggrísir eru frekar viðkvæm dýr en mjög félagslyndir og tryggir húsbændum sínum. Hljóðin sem þeir gefa frá sér eru blístur eða tíst, ekki ólíkt fuglahljóðum. Það gefa þeir frá sér þegar þeir eiga von á fóðri eða gefa til kynna að þeir þekki viðkomandi sem nálgast þá. Talið er að þeir þekki vel fótatak eigenda síns.
 
Naggrísir eru jurtaætur og fæða þeirra aðallega grænmeti ýmiskonar, ávextir, kornmeti og gróffóður líkt og hey. Einnig nauðsynlegt fyrir þá að hafa aðgang að saltsteinum og öðrum vítamínum. Fái þeir ekki eitthvað hart að naga geta rótopnar tennur þeirra vaxið of mikið og dýrin hreinlega farið að svelta.
 
Naggrísir þurfa á hreyfingu að halda og gott er að hafa stór búr með ýmsum útbúnaði eins og húsaskjóli sem þeir geta klifrið yfir líka og jafnvel grófa steina, það hjálpar við að slípa klærnar. Ekki er verra að fá að komast út í ferskt gras og loft þegar veður leyfir.
 
Heyrn og lyktarskyn er mjög gott og sjón þokkaleg. Kvendýrin verða kynþroska 30-45 daga gömul en karldýrin 60-70 daga gömul. Best er þó að kvendýrin séu að minnsta kosti orðin 3 mánaða gömul fyrir pörun.
 
Meðallíftími naggrísa er 4-8 ár. Naggrísir fæða allt árið um kring og meðalfjöldi unga í goti eru 3-4. Ekki gætu allir ungarnir drukkið samtímis þar sem móðirin hefur einungis tvo spena. Ungarnir fæðast fullburða með sjón og feld og leita eftir fæðu frá fyrsta degi. Ungana má svo taka frá móðurinni þegar þeir nálgast 4 vikna aldur, þá um 180 grömm að þyngd.
 
http://www.mu.is/husdyr/naggrisir