„Björn Friðriksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Björn Friðriksson''' ([[6. maí]] [[1878]] – [[3. nóvember]] [[1946]]) var kvæðamaður og [[hagyrðingur]] og einn helsti stofnandi [[Kvæðamannafélagið Iðunn|Kvæðamannafélagsins Iðunar]] sem stofnað var árið [[1929]].
 
Björn fæddist að [[Þorgrímsstöðum]] í [[Vestur-Húnavatnssýslu]]. Foreldrar hans voru Friðrik Gunnarsson [[hreppstjóri]] frá Mýrum í [[Miðfjörður|Miðfirði]] og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir frá [[Óspakstaðir|Óspaksstöðum]] í [[HrúatfjörðurHrútafjörður|Hrútafirði]]. Björn var einn af sex börnum þeirra hjóna er komust á legg. Björn flutti að heiman þegar hann var 22 ára og stundaði lausamennsku við [[fiskveiðar]] og landbúnað.
 
Björn giftist í maí 1903 Ingigerði Árdísi Björnsdóttur frá [[Vatnsendi|Vatnsenda]] í [[Vesturhóp|Vesturhópi]]. Þau hjón bjuggu í [[Húnavatnssýsla|Húnavatnssýslu]] í yfir 20 ár. Hann byggði sér býli sem hann kallaði Engibrekku og bjó þar í 7 ár.