„Björn Bjarnason (f. 1944)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asthora (spjall | framlög)
ekki ráðherra
Lína 67:
Hann vann sem útgáfustjóri [[Almenna bókafélagið|Almenna bókafélagsins]] 1971-1974, fréttastjóri á [[Vísir (dagblað)|Vísi]] 1974, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu 1974-1979, blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] 1979-1984 og aðstoðarritstjóri 1985-1991. Hann hlaut 3. sætið í prófkjöri [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] í [[Reykjavík]] [[1991]] og settist þá á þing. Hann varð menntamálaráðherra 1995 og gegndi þeirri stöðu til 2002, þegar hann tók að sér að verða forystumaður Sjálfstæðisflokksins í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningar [[2002]]. Hann varð dómsmálaráðherra [[2003]], eftir að [[Davíð Oddsson]] myndaði í þriðja skipti ríkisstjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]]. Björn skipaði annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík suður]] í [[Alþingiskosningar 2007|þingkosningunum 2007]].
 
Björn hefur tekið mikinn þátt í umræðum um öryggis- og varnarmál á Íslandi og ætíð verið eindreginn stuðningsmaður vestræns varnarsamstarfs og [[varnarsamningurinn|varnarsamningsins]] við [[Bandaríkin]]. Hann var sumarið 2004 skipaður formaður Evrópunefndar forsætisráðherra, sem skilaði skýrslu í mars 2007. Hann er félagi í International Institute for Strategic Studies og hefur setið fundi [[Bilderberg samtökin|Bilderberg-samtakanna]]. Greinasafnið ''Í hita kalda stríðsins'' kom út eftir hann árið 2001. Björn er kvæntur [[Rut Ingólfsdóttir|Rut Ingólfsdóttur]] fiðluleikara, og eiga þau tvö börn, Sigríði Sól og Bjarna Benedikt betur þektan sem villidýriið ! .
 
== Tilvitnanir ==