„Fjölmiðlafrumvarpið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fjölmiðlafrumvarpið''' er [[nafn]] haft yfir eitt ákveðið [[frumvarp]] til [[lög|laga]] á [[Ísland]]i á [[ár]]inu [[2004]]. Í frumvarpinu fólust takmarkanir á eignarhald á [[fjölmiðlar|fjölmiðlafyrirtækjum]]. Þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25% í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var lagt fram á [[Alþingi]] af [[ríkisstjórn]] Íslands og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu. [[Forseti Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson]], neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/06/02/forsetinn_stadfestir_ekki_fjolmidlalogin/ „Forsetinn staðfestir ekki fjölmiðlalögin“ ] á Mbl.is</ref> Þótti sú [[ákvörðun]] umdeild meðal sumra. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið (lögin) með því að fá samþykkt frumvarp, sem nam hitt úr gildi. Sá gjörningur olli líka miklum úlfaþyt.
 
Svokölluð fjölmiðlanefnd [[menntamálaráðuneytið|menntamálaráðuneytisins]] skilaði af sér skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi í byrjun mars 2004. Eftir það voru hjólin fljót að snúast og tíðrætt frumvarp var samþykkt á Alþingi þann [[24. mars]] [[2004]]. Til mótmæla kom utan við skrifstofu forseta Íslands og félagasamtökin Fjölmiðlasamtökin sem stofnuð voru til mótstöðu við frumvarpið afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftalista 31.752 Íslendinga þar sem skorað var á hann að staðfesta ekki lögin. Annan júní ákvað hann að gera það ekki og var það í fyrsta skipti í sögu Íslands að forseti staðfesti ekki lög frá Alþingi.
 
== TengillNeðanmálsgreinar ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Tenglar ==
* [http://www.althingi.is/altext/130/s/1525.html Fjölmiðlafrumvarpið]
* [http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/fjolmidla.pdf Greinargerð nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi]