„Joseph Haydn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Haydn portrait by Thomas Hardy (small).jpg|thumb|JohsephJoseph Haydn á mynd, málað af [[Thomas Hardy]] [[1792]]]]
'''Franz Joseph Haydn''' ([[31. mars]] eða [[1. apríl]] [[1732]] - [[31. maí]] [[1809]]), oftar kallaður einfaldlega '''Joseph Haydn''', var [[Austurríki|austurrískt]] [[tónskáld]] á [[Klassíska tímabilið í vestrænni tónlist|klassíska tímabilinu]]. Hann hefur meðal annars verið nefndur „faðir sinfóníunnar“ og „faðir strengjakvartettsins“. Hann bjó alla sína ævi í Austurríki og meirihluta starfsævi sinnar vann hann fyrir hina ríku [[Eszterházy]] fjölskyldu á hinu afskekkta setri þeirra. Sú einangrun frá umheiminum og öðrum tónskáldum mikinn hluta ferilsins, að hans eigin sögn, neyddi hann til þess að vera frumlegur. Meðal helstu áhrifavalda Haydns voru [[C.P.E. Bach]] og [[Gluck]], en áhrif Haydns sjálfs náðu til nær allra tónskálda sem á eftir honum komu. Helst ber þó að nefna [[Beethoven]], sem hann kenndi í nokkur ár og í raun má segja að í upphafi ferils síns hafi Beethoven hálfgert verið að herma eftir Haydn og [[Mozart]].