„Jónas frá Hriflu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bumbuhali (spjall | framlög)
clean up, typos fixed: alskonar → alls konar using AWB
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Jónas frá Hriflu.jpg|thumb|Jónas frá Hriflu]]
'''Jónas Jónsson''' (fæddur á [[Hrifla|Hriflu]] í [[Suður-Þingeyjarsýsla|Suður-Þingeyjarsýslu]], [[1. maí]] [[1885]], dáinn í [[Reykjavík]] [[19. júlí]] [[1968]]), oftast kenndur við fæðingarstaðinn, sem '''Jónas frá Hriflu'''. Jörðin Hrifla var talin einhver rýrasta jörð sveitarinnar og til að bæta gráu ofan á svart var þar gestanauð mikil og þess vegna ólst Jónas upp við sárustu fátækt, enda tíðkaðist ekki á þeim tímum að gestir greiddu veittan beina. Gat það orðið verulega útlátasamt fyrir þá sem í alfaraleið bjuggu.

== Menntun ==
Jónas stundaði nám við [[Möðruvallaskóli|Möðruvallaskóla]] og er sagt að þar hafi forystuhæfileikar hans komið í ljós fyrir alvöru. Hann sótti um inngöngu í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Latínuskólann í Reykjavík]] árið [[1905]], en hann hafði átt í miklum bréfasamskiptum við skólapilta í [[Framtíðin]]ni og taldi sig loksins hafa safnað nægum fjármunum til að standa straum af skólagöngunni. Skemmst er frá því að segja að [[rektor]] skólans, [[Steingrímur Thorsteinsson]], hafnaði umsókninni á þeirri forsendu að Jónas væri of gamall.
Jónas safnaði þá styrkjum til náms við [[lýðháskóli|lýðháskólann]] í [[Askov]] í [[Danmörk]]u og hélt síðan til [[England]]s og nam við [[Ruskin College]] í [[Oxford]]. Sá skóli var rekinn af bresku [[samvinnuhreyfing]]unni og [[verkalýðshreyfing]]unni og má segja að hann sé fyrsti verkamannaháskólinn í heimi. Jónas hafði frá blautu barnsbeini verið mikill áhugamaður um [[ensku]] og taldi sig því slá tvær flugur í einu höggi með því að fara þangað; hann lærði ensku og kynntist nýjum straumum.
 
== Eftir nám - Stjórnmál ==
Við komuna heim til Íslands árið [[1909]] snerist hann gegn nýríkum Íslendingum. Stuttu eftir komuna hóf hann afskipti af stjórnmálum og varð landskjörinn þingmaður árið [[1922]] og [[dómsmálaráðherra]] [[1927]]. Hann hafði þó verið viðloðandi stjórnmál mun lengur og er hann talinn hafa verið sá sem ruddi nýrri flokkaskipan braut í landinu og þannig riðlað gamla valdahlutfallinu í landinu. Þá tók hann sem dómsmálaráðherra margar óvinsælar ákvarðanir og spunnust af miklar deilur. Ber þar helst að nefna ''[[læknadeilan|læknadeiluna]], [[fimmtardómsfrumvarpið]] og [[Íslandsbankamálið]].''
 
Jónas sat á [[Alþingi]] frá [[1922]] til [[1949]] fyrir [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]]. Hann var einnig [[dóms- og kirkjumálaráðherra]] [[1927]]—[[1932]].
 
== Önnur störf ==
Jónas skrifaði mikið, bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit einkum um alls konar þjóðfélagsmál ekki síst um samvinnumál. Hann var ötull hvatamaður að stofnun [[Menntaskólinn að Laugarvatni|Menntaskólans að Laugarvatni]] og færði skólanum [[Hvítbláin]] að gjöf.
 
== Annað ==
Til er lag með [[Megas]]i um Jónas frá Hriflu.