„Framsóknarflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
|vefsíða = [http://www.framsokn.is www.framsokn.is]
|fótnóta = ¹Fylgi á síðustu [[Alþingiskosningar 2007|Alþingiskosningum 2007]]}}
'''Framsóknarflokkurinn''' [[Ísland|íslenskur]] [[stjórnmálaflokkur]] sem skilgreinir sjálfan sig sem [[Frjálslyndi|frjálslyndan]], félagshyggjuflokk.<ref>[http://www.framsokn.is/Flokkurinn Framsókn.is - Flokkurinn]</ref> Hann var stofnaður [[16. desember]] [[1916]] með samruna [[Bændaflokkurinn|Bændaflokksins]] og [[Óháðir bændur|Óháðra bænda]] og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Framsóknarflokkurinn var upphaflega bóndaflokkur og sótti [[fylgi]] til [[Bóndi|bænda]] og íbúa þéttbýlis í landbúnaðarhéruðum. Í seinni tíð hefur fylgi hans lækkað úr rúmlega fimmtung atkvæða að meðaltali og var fylgi hans 11,7% í [[Alþingiskosningar 2007|Alþingiskosningunum 2007]]. Framsóknarflokkurinn er nú næst minnsti flokkurinn á [[Alþingi]] með sjö þingmenn.
 
Talsverðar sviptingar hafa átt sér stað innan flokksins á síðustu árum. Þann [[17. nóvember]] 2008 sagði sitjandi formaður, [[Guðni Ágústsson]], af sér þingmennsku og formannsembætti eftir mikla gagnrýni flokksmanna á flokksforystuna á miðstjórnarfundi helgina 15.-16. nóvember. [[Valgerður Sverrisdóttir]] tók þá við sem formaður þar til hægt verður að kjósa nýjan formann á landsfundi flokksins sem flýtt var til janúar 2009. Fimm manns hafa boðið sig fram til formanns og tveir til varaformanns.<ref>[http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item244112/ Sigmundur Davíð býður sig fram]</ref> Að kvöldi [[6. janúar]] [[2009]] skráðu 70 manns sig í Framsóknarfélag Reykjavíkur. Fjórtán fyrri flokksmeðlimir, þ.á.m. [[Jón Sigurðsson (f. 1946)|Jón Sigurðsson]] fyrrverandi formaður flokksins og [[Sæunn Stefánsdóttir]] ritari flokksins, sendu frá sér ályktun þar sem þau sögðust hafa orðið „vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu.“ Á fundi félagsins sem haldin var sama kvöld var lagður fram og samþykktur nýr listi flokksmanna úr félaginu sem innihélt einhverja af nýju meðlimunum sem sækja munu landsfund flokksins sem er í janúar 2009.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/07/fjandsamleg_yfirtaka/ Fjandsamleg yfirtaka á framsóknarfélagi]</ref>