„Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn“: Munur á milli breytinga

mEkkert breytingarágrip
 
===Opnun Þjóðarbókhlöðu===
[[Viðeyjarstjórnin]] ákvað 1991 að setja stóraukið fjármagn í síðustu áfangana til að verkinu lyki á tilsettum tíma sem var áætlað árið 1994. 1991-1994 var unnið hörðum höndum að frágangi hússins að innan. 1. desember 1994, á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins, var byggingin loks vígð og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn tók formlega til starfa. Fyrsti [[landsbókavörður]] hins nýstofnaða safns var skipaður Einar Sigurðsson fyrrum háskólabókavörður. Í aðdraganda opnunarinnar var talsvert rætt um að hinu nýja bókasafni væri þröngt skorinn stakkur varðandi rekstur og ætlaðir opnunartímar voru ekki í samræmi við það sem háskólanemar vildu helst. Nemendur hrundu því af stað söfnunarátaki til að safna rekstrarfé fyrir hið nýja safn. Þannig söfnuðust yfir 22 milljónir króna sem safnið fékk að gjöf við opnunina.
 
Við opnun safnsins nam heildarbyggingarkostnaður á þáverandi verðlagi 2,5 milljörðum króna. Yfir helmingur af því fé kom til síðustu fjögur ár byggingartímans. Mikið var rætt um hinn langa byggingatíma og var Þjóðarbókhlaðan borin saman við [[Kringlan|Kringluna]] sem opnaði 1987 eftir aðeins þriggja ára framkvæmdir. Var þetta tekið sem dæmi um seinagang í opinberum framkvæmdum.
Óskráður notandi