„Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn“: Munur á milli breytinga

m
 
==Þjóðarbókhlaðan==
Höfuðstöðvar bókasafnsins eru í Þjóðarbókhlöðunni sem er 13.000 fermetra bygging sem stendur á [[Birkimelur|Birkimel]] í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbæ Reykjavíkur]]. Húsið er fjögurra hæða hátt og mjög áberandi þar sem það stendur nálægt [[Hringbraut]]. Efstu tvær hæðirnar eru klæddar með rauðum [[ál]]skjöldum sem voru sérsmíðaðir í [[Japan]].
Þjóðarbókhlaðan var tekin í notkun á 50 [[ár]]a afmæli [[lýðveldi]]sins [[1994]]. Ákveðið var að [[hús]]ið yrði gjöf [[þjóð]]arinnar til sjálfrar sín á 1.100 ára [[afmæli]] Íslandsbyggðar [[1974]]. Vinna við verkið hófst hins vegar nokkrum árum seinna.
 
Lóð undir Þjóðarbókhlöðuna var úthlutað af [[Reykjavíkurborg]] á 150 ára afmæli Landsbókasafns Íslands árið 1968. Byggingarnefnd var skipuð 1970 og gerði hún samning við arkitektana [[Manfreð Vilhjálmsson]] og [[Þorvaldur S. Þorvaldsson|Þorvald S. Þorvaldsson]] um hönnun hússins. Hönnunin byggði á skýrslu tveggja sérfræðinga sem komu til Íslands á vegum [[UNESCO]] árið 1969 til að gera þarfagreiningu fyrir slíkt hús.
Byggingarsagan spannaði rúm 15 ár, byggingarsjóðurinn var fjársveltur og þrátt fyrir sérstakan [[Skattur|skatt]] sem var lagður á í nafni byggingarinnar þá skilaði sér ekki neitt af þeim pening í sjálfa framkvæmdina.
 
Bygging hússins hófst árið 1978 og gekk nokkuð hratt til að byrja með. Hornsteinn var lagður árið 1981 og húsið var fullsteypt og klætt að utan árið 1983. Fjármagn skorti hins vegar til að ljúka frágangi að innan og utan þrátt fyrir að framkvæmdin fengi hluta af auknum eignaskatti árin 1987-1989. 1991 var svo stórauknu fé varið til framkvæmdarinnar og Þjóðarbókhlaðan var loks vígð 1. desember 1994 á hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins.
Þann [[1. desember]] 1994 var byggingin loks opnuð [[Almenningur|almenningi]].
 
Þjóðarbókhlaðan er reglulegur ferningur með fjórum [[stigahús]]um utanáliggjandi auk inngangs sem tengist aðalbyggingunni með [[brú]] þar sem gengið er inn á aðra hæð. Húsið stendur ofaní eins konar dæld eða skál þar sem neðst er grunnt [[síki]] fyllt með vatni. Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Í kjallara eru öryggisgeymslur og myndastofa, á fyrstu hæð er aðstaða starfsfólks, skrifstofur, þjóðdeild og handritadeild auk lestrarsals þjóðdeildar. Aðalinngangur safnsins er á annarri hæð þar sem er afgreiðsla, upplýsingaborð og handbókadeild, auk skrifstofa. Á þriðju og fjórðu hæð eru svo tímarita- og bókasafn safnsins, auk tón- og myndsafns. Í húsinu eru yfir 500 sæti í lestraraðstöðu og nokkrar tölvur til afnota fyrir gesti. [[Þráðlaust net]] er í öllu húsinu.
=== Byggingin ===
*4 hæðir auk [[Kjallari|kjallara]]
*Gólfflötur byggingarinnar er 13.000 [[fermetri|fermetrar]]
*[[Rúmmál]] byggingarinnar eru 51.000 [[rúmmetri|rúmmetrar]]
*105 [[kílómetri|kílómetrar]] af netsnúrum
 
=== Aðstaða ===
*Um 100 [[Starfsmaður|starfsmenn]] hafa aðgang að rúmlega 100 tölvum
*Um 100 [[einkatölva|einkatölvur]] eru til staðar fyrir gesti og nemendur [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
*517 sæti eru til staðar fyrir [[lestur]] [[handrit]]a, [[handbók]]a, [[tímarit]]a og [[bók]]a
*Mötuneyti og nestisaðstaða er til staðar fyrir gesti.
*Sýningarými þar sem settar hafa verið upp til dæmis sýningar um handrit og japanskar bækur
*Fundarsalur þar sem ýmsar kynningar fyrir gesti og nemendur fara fram
*Raka-, hita- og aðgangsstýrt geymslurými þar sem má finna [[Guðbrandsbiblía|Guðbrandsbiblíur]] og fleiri dýrgripi íslenskrar menningar
*Þráðlaust net fyrir þá sem eru hjá [[Reiknistofnun]] og að auki þráðlaust net í boði [[HIVE]]
 
== Tenglar ==
48.055

breytingar