„Kópavogsfundurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Konungur afnam Gamla sáttmála, sem Íslendingar töldu hann ekki geta vegna þess að um tvíhliða samning var að ræða við Noregskóng
Erfðahyllingin
Lína 1:
Kópavogsfundurinn var haldinn [[28. júlí]] [[1662]] í [[Kópavogur|Kópavogi]] og var tilgangur hans að fá [[Ísland|Íslendinga]] til að samþykkja erfðaeinveldið. Áður fyrr var einveldið þannig að [[konungur]] væri kjörinn af helstu fulltrúum ríkisins en yrði síðan ekki löglega konungur fyrr en fulltrúar allra þjóðanna sem tilheyrðu [[Danaveldi]] höfðu samþykkt hann. [[Svíþjóð|Svíar]] höfðu fengið nóg af yfirráðum [[Danmörk|Dana]] yfir [[Eyrarsund|Eyrarsundi]] og orsakaði það stríð á milli þeirra tveggja. Afleiðingar stríðsins settu fjárhag Dana í rúst og vildi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðrik 3.]] koma á erfðaeinveldi þar sem konungsvaldið færi í arf skilyrðislaust.
 
[[Hinrik Bjelke]], fulltrúi konungs, kom til [[Ísland|Íslands]] á fund í [[Kópavogur|Kópavogi]] ásamt herliði til að neyða Íslendinga til að samþykkja einveldiserfðalögin. Hefur þessi atburður síðan gengið undir heitinu [[Erfðahyllingin]]. [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup andmælti þessari löggjöf en [[Hinrik Bjelke|Bjelke]] minnti hann á hermennina og þá skrifaði hann undir ásamt flestum sem höfðu mætt á staðinn. [[Árni Oddsson]], lögmaður, vissi nákvæmlega hvað þetta þýddi fyrir [[Ísland]] en hann fékk loforð um að réttindi landsins eða stjórnarfarið myndi ekki vera verra. Loforðið var haldið á meðan [[Hinrik Bjelke]] lifði. Samningurinn var síðan kallaður [[Kópavogssamningurinn]] og afleiðingarnar voru þær að konungurinn taldi [[Gamli sáttmáli|Gamla sáttmála]] fallinn úr gildi og setti lög hér á landi án samþykkis Íslendinga. Erfðaeinveldið gilti til ársins [[1874]].