„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Spm (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Lína 564:
 
Hæ! Við [[Notandi:Gdh|Gummi]] vorum að gantast aðeins í Fab Labinu áðan og bjuggum til veglegan verðlaunagrip fyrir wikiliða ársins, standandi púslbita með W grafið inní. Þennan grip ákváðum við að veita þeim sem almennt þykir hafa staðið sig best á árinu 2008. Spurningin er bara, hver er það? --[[Notandi:Spm|Smári McCarthy]] 2. janúar 2009 kl. 23:41 (UTC)
: Ég tilnefni Akigka. Hann er óþreytandi við að skrifa greinar um afar margvísleg en jafnframt aðkallandi efni. Og þótt hann kalli þær stundum „stubba“ og „örverpi“ þá eru þessir stubbar og örverpi oft jafn vegleg og greinar frá öðrum. Hann tók sig líka til í byrjun ársins við að bæta hálfaumingjalega grein um [[Kartafla|kartöflu]] og gerði (með hjálp frá öðrum á síðari stigum) að einni af glæsilegri úrvalsgreinum okkar. Svo má nefna önnur glæsileg framlög sem ekki hefur verið kosið um eins og greinina um [[Saga Ítalíu|sögu Ítalíu]] sem hann á mestan heiðurinn af. Annars koma líka fleiri til álita; Jóna Þórunn er alltaf jafn öflug. Jabbi hefur staðið sig vel og eflaust má nefna ýmsa fleiri. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 3. janúar 2009 kl. 00:46 (UTC)