„James M. Buchanan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
SpillingBot (spjall | framlög)
m WikiCleaner 0.85 - Laga tengil í aðgreiningarsíðu
Lína 1:
'''James McGill Buchanan Jr.''' (fæddur [[3. október]] [[1919]]) er kunnur bandarískur [[hagfræðingur]], sem hlaut [[Nóbelsverðlaun]] [[1986]]. Hann er leiðtogi [[Virginíu-hagfræðingarnir|Virginíu-hagfræðinganna]] svonefndu, sem rannsaka [[stjórnmál]] með aðferðum [[hagfræði]]nnar, og hefur verið forseti [[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtakanna]], alþjóðlegs málfundafélags [[Frjálshyggja|frjálshyggjumanna]].
 
Buchanan er Suðurríkjamaður frá [[Tennessee]], afkomandi forsetans með sama nafni. Faðir hans var bóndi. Buchanan barðist í Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöld, en stundaði eftir það hagfræðinám í [[Chicago-háskóli|Chicago-háskóla]], þar sem hann varð fyrir miklum áhrifum frá [[Frank H. Knight]] og öðrum [[Chicago-hagfræðingarnir|Chicago-hagfræðingum]]. Eftir doktorspróf [[1948]] hefur Buchanan kennt við ýmsa háskóla, aðallega í Suðurríkjunum, síðast í [[George Mason-háskóli|George Mason-háskóla]] í Fairfax í [[Virginía (fylki)|Virginíu]], nálægt [[Washington (borg)|Washington, D.C.]] Hann er kvæntur, en barnlaus. Framan af stundaði Buchanan aðallega rannsóknir í ríkisfjármálum, en síðan sneri hann sér að [[almannavalsfræði]] (e. public choice theory), en hún snýst um það, hvernig einstaklingar velja í hópum fremur en einir sér. Hefur þessi grein einnig verið nefnd „hagfræði stjórnmálanna“, því að hún beitir aðferðum hagfræðinnar á stjórnmál.
 
Buchanan kom til [[Ísland]]s haustið [[1982]] og flutti erindi í [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], þar sem hann gerði grein fyrir almannavalsfræðinni. Hann sagði, að hún hvíldi á tveimur meginhugmyndum. Hin fyrri væri, að einstaklingar skipti ekki um eðli, þegar þeir hverfi úr viðskiptum í stjórnmál. Gera verði ráð fyrir, að menn reyni að gæta eigin hags eins vel í stjórnmálum og þeir geri í viðskiptum, ekki af því að það sé alltaf nauðsynlega svo, heldur af því að með slíkri einfaldri forsendu má smíða líkön um hegðun stjórnmálamanna, sem hafi mikinn skýringarmátt og forsagnargildi. Seinni hugmyndin sé, að menn stundi viðskipti í stjórnmálum, skiptist á gæðum, þegar þau séu viðtakandanum meira virði en framseljandanum. Líta megi á stjórnmálasamninga sem viðskipti.