„Hrafna-Flóki Vilgerðarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m WikiCleaner 0.85 - Laga tengil í aðgreiningarsíðu
Lína 1:
'''Flóki Vilgerðarson''' var [[Noregur|norskur]] [[víkingar|víkingur]] sem hélt vestur um haf til að leita lands sem fréttir höfðu borist af til Noregs. Með í för var frændlið hans og búfénaður og ætlaði fólkið að setjast að í nýja landinu. Hrafna-Flóki nam land í [[Vatnsfjörður (Barðaströnd)|Vatnsfirði]] á [[Barðaströnd]] u.þ.b. árið [[865]]. Rétt utan við bryggjuna á [[Brjánslækur|Brjánslæk]], niðri við sjó, eru [[Flókatóftir]]. Þar eru friðlýstar [[rústHúsarúst|rústir]]ir og segja [[munnmæli]] að Hrafna-Flóki hafi fyrstur haft þar vetursetu á [[Ísland]]i með mönnum sínum.
 
Í [[Landnáma|Landnámu]] segir að þá hafi Vatnsfjörður verið fullur af fiski og nýbúarnir stundað veiðarnar svo stíft að ekkert varð úr heyskap og öðrum nauðsynlegum undirbúningi fyrir íslenska [[vetur]]inn. Leiddi þetta til þess að allt kvikféð drapst um veturinn og yfirgaf fólkið þá landið aftur. Þegar voraði gekk Hrafna-Flóki á fjöll upp af Vatnsfirði og sá fjörð fullan af hafísum. Í landnámubók segir svo: "Vár var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum, því kölluðu þeir landit Ísland, sem það hefur síðan heitit."[http://www.heimskringla.no/original/islendingesagaene/landnamabok/index.php] Hefur landið upp frá því verið kallað Ísland.