„Kvasir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: cs:Kvasi
SpillingBot (spjall | framlög)
m WikiCleaner 0.85 - Laga tengil í aðgreiningarsíðu
Lína 3:
'''Kvasir''' var í [[norræn goðafræði|norrænni goðafræði]] maður skapaður úr hráka [[æsir|ása]] og [[vanir|vana]]. Sáttagerð þeirra var að spýta í ker, en þar sem þeir vildu ekki láta hrákann týnast gerðu þeir úr honum mann, Kvasi, sem var svo vitur að hann vissi svör við öllu. Tveir [[Dvergur|dvergar]], [[Fjalar (norræn goðafræði)|Fjalar]] og [[Galar]], buðu honum heim, drápu hann og létu blóðið renna í tvö ker, [[Són]] og [[Boðn]] og einn ketil, [[Óðrerir|Óðreri]]. Þeir blönduðu svo [[hunang]]i við blóðið og brugguðu af [[mjöður|mjöð]] sem gaf hverjum sem hann drakk [[skáldskapur|skáldskapargáfu]].
 
[[Suttungur]] [[jötunn]] komst yfir mjöðinn og [[Óðinn]] drakk hann síðan allan eftir að hafa ginnt [[Gunnlöð (norræn goðafræði)|Gunnlöð]]u, dóttur Suttungs, til að leyfa sér að smakka. Þegar Óðinn hafði drukkið mjöðinn flaug hann á brott í [[Örn|arnarham]] og jötuninn á eftir, en þegar hann kom að veggjum [[Ásgarður|Ásgarðs]] létu æsir út ker sem hann spýtti miðinum í og er það skáldskapargáfan sem menn hljóta, en sumt gekk aftur úr honum, sem er kallað [[skáldfífl]]ahlutur, og hefur það hver sem vill.
 
[[Flokkur:Norræn goðafræði]]