„Háskólinn á Bifröst“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Huldair (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
SpillingBot (spjall | framlög)
m WikiCleaner 0.85 - Laga tengil í aðgreiningarsíðu
Lína 9:
Land=Ísland|
Vefsíða=http://www.bifrost.is|
}}'''Háskólinn á Bifröst''' er [[Ísland|íslenskur]] [[háskóli]] staðsettur í [[Norðurárdalur (Borgarfirði)|Norðurárdal]] í [[Borgarbyggð]], inn af [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Í kringum skólann hefur myndast lítið [[þorp]], [[Bifröst (þorp)|Bifröst]], þar sem búa um 700 manns.
 
Skólinn var stofnaður árið [[1918]] undir nafninu Samvinnuskólinn og var þá staðsettur í [[Reykjavík]]. Skólinn var rekinn af [[Samband íslenskra samvinnufélaga|Sambandi íslenskra samvinnufélaga]] og var ætlaður fyrir meðlimi samvinnuhreyfingarinnar. Fyrsti skólastjórinn var [[Jónas Jónsson frá Hriflu]]. Hann var mótaður eftir fyrirmynd [[Ruskin College]], [[Oxford]] í [[England]]i, þar sem Jónas hafði sjálfur numið. Skólinn flutti árið [[1955]] í land Hreðarvatns í Norðurárdalnum. Það var svo árið [[1988]] að skólinn var gerður formlega að skóla á háskólastigi. Skólinn hefur gengið í gegnum nokkrar nafnabreytingar, en hann hefur, auk fyrsta nafnsins (Samvinnuskólinn) og þess núverandi (Háskólinn á Bifröst) heitið Samvinnuháskólinn og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Skólinn hefur verið sjálfseignarstofnun síðan árið [[1990]] en fyrir það var hann deild innan SÍS.