Munur á milli breytinga „Eyjafjörður“

2.862 bæti fjarlægð ,  fyrir 13 árum
Tilvísun á Húnaflói
m (Tók aftur breytingar 217.28.190.203 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Jabbi)
(Tilvísun á Húnaflói)
#REDIRECT [[Húnaflói]]
[[mynd:Eyjafjörður location.png|right|Eyjafjörður]]
'''Eyjafjörður''' er [[fjörður]] á mið [[Norðurland|Norðurlandi]]. Hann er einn af lengstu fjörðum [[Ísland|Íslands]] (lengri er [[Ísafjarðardjúp]]) og næst fjölmennasta hérað þess. Nafnið er dregið af [[Hrísey]] sem liggur á miðjum firðinum.
 
== Staðhættir ==
[[Mynd:Eyjafjörður.jpeg|thumb|300px|Horft út Eyjafjörðinn frá [[Súlur|Súlum]], [[Akureyri]] sést neðst til hægri á myndinni]]
Fjörðurinn er langur og mjór, 60 km frá mynni að botni. Mesta breidd hans er 25 km á milli Sigluness og Gjögurtár í mynni fjarðarins en yfirleitt er fjörðurinn á bilinu 6-10 km breiður. Tveir minni firðir ganga út úr Eyjafirði vestan megin, [[Ólafsfjörður]] og [[Héðinsfjörður]].
 
Fjörðurinn er umkringdur fjöllum á báðar hliðar, þó nokkuð hærri að vestanverðu í fjallgörðum [[Tröllaskagi|Tröllaskaga]]. Það er nánast ekkert [[undirlendi]] meðfram ströndum í utanverðum firðinum en þegar sunnar dregur breikkar láglendið, þó meira að vestanverðu.
 
Nokkrir dalir ganga inn frá Eyjafirði. Að vestan eru [[Svarfaðardalur]], [[Þorvaldsdalur]] og [[Hörgárdalur]] þeirra mestir en að austan [[Dalsmynni]]. Stærsti dalurinn sem gengur út frá Eyjafirði er þó sá sem gengur beint inn af firðinum og ber hann einnig nafnið Eyjafjörður (sem á ekki að rugla saman við [[Eyjafjarðardalur|Eyjafjarðardal]]). Sá dalur er bæði langur og breiður og hýsir eina þéttbýlustu og grösugustu sveit landsins.
 
Nokkrar [[á (landform)|ár]] renna í Eyjafjörð, þeirra stærstar eru [[Eyjafjarðará]], [[Fnjóská]] og [[Hörgá]] en einnig [[Svarfaðardalsá]].
 
== Mannlíf ==
Eyjafjarðarsvæðið er það næst fjölmennasta á Íslandi á eftir [[Höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]]. Árið [[2003]] var samanlagður mannfjöldi [[Sveitarfélög á Íslandi|sveitarfélaganna]] sem liggja að firðinum 21.536 (að [[Siglufjörður|Siglufirði]] og [[Grímsey]] frátöldum, þeir staðir eru oft tengdir Eyjafirði en tilheyra honum ekki í [[landafræði|landfræðilegum]] skilningi.)
 
Langstærsti bær svæðisins er [[Akureyri]] en aðrir bæir og þorp eru: [[Ólafsfjörður]], [[Dalvík]], [[Hrísey]], [[Litli-Árskógssandur|Árskógssandur]], [[Hauganes]], [[Hjalteyri]], [[Hrafnagil]], [[Svalbarðseyri]] og [[Grenivík]]. Grunnatvinnuvegir flestra þessara staða eru [[sjávarútvegur]] og [[landbúnaður]] en Akureyri er að auki þjónustumiðstöð svæðisins með mörgum mikilvægum stofnunum á borð við [[sjúkrahús]] og [[Háskóli|háskóla]].
 
[[Flokkur:Eyjafjörður| ]]
[[Flokkur:Norðurland]]
 
[[cs:Eyjafjörður]]
[[de:Eyjafjörður]]
[[en:Eyjafjörður]]
[[fr:Eyjafjörður]]
[[it:Eyjafjörður]]
[[nl:Eyjafjörður]]
[[nn:Eyjafjörður]]
[[no:Eyjafjörður]]
[[sv:Eyjafjörður]]
89

breytingar