„Ísafjarðardjúp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: no:Ísafjarðardjúp
Jóno Þórann (spjall | framlög)
Tilvísun á Húnaflói
Lína 1:
#REDIRECT [[Húnaflói]]
[[Mynd:Ísafjarðardjúp location.png|right|thumb|Ísafjarðardjúp]]
'''Ísafjarðardjúp''' heitir einn dýpsti fjörður á Íslandi og er hann eitt megineinkenni [[Vestfirðir|Vestfjarða]] enda sker hann næstum Vestfjarðarkjálkan sundur. Oft er nafn fjarðarins stytt og hann nefndur Djúpið. Í eldri heimildum er allur fjörðurinn nefndur Ísafjörður en Ísafjarðardjúp hétu hinir djúpu álar sem ganga út úr firðinum. Ísafjarðardjúp er um 20 km breitt við mynni þess, á milli Grænuhlíðar og Óshlíðar en er innar um 7 til 10 km að breidd. Frá mynni Djúpsins inn í botn innsta fjarðarins, Ísafjarðar, er um 120 km vegalengd.
 
Inn úr Ísafjarðardjúpi ganga margir aðrir firðir og víkur; sunnan við Djúpið eru [[Bolungarvík]], [[Skutulsfjörður]], [[Álftafjörður (Ísafjarðardjúpi)|Álftafjörður]], [[Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi)|Seyðisfjörður]], [[Hestfjörður]], [[Skötufjörður]], [[Mjóifjörður (Ísafjarðardjúpi)|Mjóifjörður]], [[Vatnsfjörður]], [[Reykjarfjörður (Ísafjarðardjúpi)|Reykjarfjörður]], [[Ísafjörður (Ísafjarðardjúpi)|Ísafjörður]]. Norðan Djúpsins er [[Kaldalón]], [[Langadalsströnd]] og [[Snæfjallaströnd]]. Norðan við sjálft Djúpið eru [[Jökulfirðir]].
 
Við Djúpið standa fjórir [[þéttbýli]]sstaðir; [[Bolungarvík]], [[Hnífsdalur]] (hluti [[Ísafjarðarbær|Ísafjarðarbæjar]]), [[Ísafjörður (Skutulsfirði)|Ísafjörður]] (við Skutulsfjörð) og [[Súðavík]] (við Álftafjörð).
 
Þrjár eyjar eru á Djúpinu; [[Æðey]], [[Vigur (eyja)|Vigur]] og [[Borgarey]].
 
[[Flokkur:Vestfirðir]]
[[Flokkur:Firðir á Íslandi]]
[[Flokkur:Ísafjarðardjúp]]
 
[[de:Ísafjarðardjúp]]
[[en:Ísafjarðardjúp]]
[[nl:Ísafjarðardjúp]]
[[nn:Ísafjarðardjúp]]
[[no:Ísafjarðardjúp]]
[[tr:Ísafjarðardjúp]]