Munur á milli breytinga „Jól“

15 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Albrecht Dürer 068.jpg|thumb|„Fæðing Jesú“ eftir [[Albrecht Dürer]] (1503)]]
<onlyinclude>'''Jól''' eru ein stærsta [[hátíð]] [[Kristni|kristinna]] manna. Þeir halda þessa hátíð í minningu fæðingar [[Jesús|Jesú]], sonar [[María mey|Maríu meyjar]]. Í kristinni trú er Jesús sonur [[Guð]]s (Drottins), [[Kristur]] (hinn smurði), [[Messías]], sem [[spámaður|spámennirnir]] sögðu fyrir að koma myndi. Jól eru haldin um gjörvallan hinn kristna heim og víða annars staðar þar sem [[kristni]] er jafnvel í miklum minnihluta. Hátíðin er ekki á sama tíma alls staðar. Hjá [[Mótmælendur|mótmælendum]] og rómversk [[Kaþólsk trú|kaþólskum]] eru jól haldin á [[Jóladagur|jóladag]], þann [[25. desember]], og sumir þeirra hafa heilagt frá klukkan 18 á [[Aðfangadagur|aðfangadag]] jóla, en það gera alls ekki allar kristnar þjóðir. Í austurkirkjunni (grísk kaþólsku og orþódoxrétttrúnaðarkirkjunni) eru jólin haldin um það bil hálfum mánuði síðar.</onlyinclude>
 
Uppruni [[jólahald]]s er rakinn til [[sólhvarfahátíð]]a heiðinna manna, sem fögnuðu endurkomu [[sól]]arinnar sem lífgjafa. Kristnir menn ákvörðuðu að Jesú hefði fæðst um þetta leyti árs og settu jólin á svipaðan tíma og sólhvarfahátíðin var áður. Með því móti glötuðu menn ekki [[miðsvetrarhátíð]]inni þó að þeir skiptu um trú.
Óskráður notandi