„Oxunartala“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Jón - Endret lenke(r) til jón (efnafræði)
Lína 1:
'''Oxunarstig''' eða '''oxunartala''' er skilgreind sem summa neikvæðra og jákvæðra [[hleðsla|hleðslna]] í [[frumeind]], sem að óbeint gefur til kynna fjölda [[rafeind]]a sem að hún hefur tekið eða gefið af sér. Oxunartala er hentugt nálgunarhugtak þegar unnið er með flókin rafefnafræðileg ferli sem að auðveldar fyrir að fylgjast með rafeindum og hjálpar til við að tryggja að þær hafi varðveist. Þetta er sérstaklega nytsamlegt í framsetningu á flóknum [[hálfhvarf|hálfhvörfum]] í [[oxun-afoxun]]arhvörfum.
 
Frumeindir eru skilgreindar með oxunartölu núll, sem að þýðir að þær eru raffræðilega hlutlausar. Jákvæðar [[róteind]]ir í [[atómkjarni|kjarnanum]] halda jafnvægi við neikvæða [[rafeind]]askýið sem að umlykur þær, þar sem sami fjöldi er af báðum. Ef að frumeind gefur af sér rafeind, hefur hún fleiri róteindir en rafeindir og verður jákvætt hlaðin. Þessi [[jón (efnafræði)|jón]] er sögð hafa oxunartölu +1. Aftur á móti ef að frumeindin tekur við rafeind, verður hún neikvætt hlaðin og fær því oxunartöluna −1. Af þessu má sjá að ef frumeind, eða jón, gefur af sér rafeind við efnahvörf eykst oxunarstig þess um eitt, en ef hún tekur við rafeind minnkar oxunarstig hennar um eitt.
 
== Framsetning ==