„Nifteind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
TXiKiBoT (spjall | framlög)
m robot Bæti við: su:Neutron
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Jón - Endret lenke(r) til jón (efnafræði)
Lína 17:
Þrátt fyrir að frumeindir í eðlilegu ástandi eru líka hleðslulausar, eru þær tíuþúsund sinnum stærri en nifteind og samanstanda af flóknu kerfi neikvætt hlaðinna [[rafeind]]a, sem að eru dreifðar utan um jákvætt hlaðinn kjarna. Hlaðnar öreindir (eins og til dæmis róteindir, rafeindir og [[alfaeind]]ir) og rafsegulgeislun (eins og til dæmis [[gammageisli|gammageislar]]) tapa orku er þær fara í gegnum efni. Þau beita rafkröftum sem að jóna frumeindirnar sem að þau fara í gegnum. Orkan sem að er tekin af þessari jónun jafngildir orkunni sem að tapast af hlöðnu eindinni, sem að hægist, eða af gammageislanum, sem að er gleypt. Nifteindin, hins vegar, er ósnert af slíkum kröftum; einu kraftarnir sem að hafa áhrif á hana eru [[sterkur kjarnakraftur|sterki-]] og [[veikur kjarnakraftur|veiki kjarnakrafturinn]] sem að koma eingöngu í spilið mjög nálægt frumeindakjarnanum. Að þeim sökum getur frjáls nifteind ferðast langar leiðir áður en að hún lendir í árekstri við frumeindakjarna. Af því að kjarnar hafa mjög lítið [[þversnið]] gerast slíkir árekstrar mjög sjaldan.
 
Ef að [[fjaðrandi árekstur]] kemur fyrir, gilda venjuleg lögmál yfir [[skriðþunga]] á sama hátt og þegar knattsborðskúlur skella saman. Ef að kjarninn sem að slæst í er þungur, bætir hann við sig frekar lítinn hraða. En ef nifteind slæst í róteind, sem að hefur næstum sama massa, kastast hún áfram með stóru broti af upprunalega hraða nifteindarinnar. Á hinn bóginn hægist á nifteindinni sem að því nemur. Aukaskot frá þessum árekstrum geta mælst því að þeir eru hlaðnir og mynda [[jón (efnafræði)|jónun]]un.
 
Þessi óhlaðna náttúra nifteinda gerir það ekki bara erfitt að greina þær heldur einnig að stýra þeim. Hlöðnum eindum er hægt að hraða, hægja á eða stefnubreyta með [[rafmagn]]i eða [[segulsvið]]i, sem að hafa næstum engin áhrif á nifteindir (segulsvið hefur örlítil áhrif á frjálsa nifteind sökum [[segulvægi]] hennar). Að auki, er eingöngu hægt að fá frjálsar nifteindir í gegnum niðurbrot kjarna; það er engin náttúruleg uppspretta þeirra. Eina leiðin sem að við höfum til að stjórna frjálsum nifteindum er með því að setja frumeindakjarna í veg þeirra svo þær hægist og stefnubreytast eða eru gleyptar í árekstrinum. Þessi áhrif hafa mikilvæga hagnýtingu í [[kjarnorkuofn]]um og [[kjarnorkuvopn]]um. Föngun frjálsra nifteinda skilar sér oft í [[nifteindaörvun]] sem að orsakar [[geislavirkni]]. Geisla af frjálsum nifteindum er hægt að fá úr [[nifteindauppspretta|nifteindauppsprettum]] með [[nifteindaflutningur|nifteindaflutning]].