„Sameind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sw:Molekuli
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Jón - Endret lenke(r) til jón (efnafræði)
Lína 5:
Í [[efnafræði]] er '''sameind''' skilgreind sem nægjanlega stöðugur [[rafhleðsla|raf]]hlutlaus hópur tveggja eða fleiri [[atóm]]a með fasta rúmfræðilega skipan sem sterk [[efnatengi]] halda saman. Hana má einnig skilgreina sem einingu tveggja eða fleiri atóma sem [[deilitengi]] halda saman.<ref name="iupac">{{GoldBookRef|title=molecule|url=http://goldbook.iupac.org/M04002.html|year=1994}}</ref> Sameindir greinast frá [[fjölatóma jónir|fjölatóma jónum]] í þessum stranga skilningi. Í [[lífræn efnafræði|lífrænni efnafræði]] og [[lífefnafræði]] er merking hugtaksins ''sameind'' víðari og nær einnig til hlaðinna [[lífræn sameind|lífrænna sameinda]] og [[lífsameind]]a.
 
Þessi skilgreining hefur þróazt með vaxandi þekkingu á byggingu sameinda. Fyrri skilgreiningar voru ónákvæmari og skilgreindu sameindir sem minnstu [[listi yfir eindir#Sameindir|eind]]ir hreinna kemískra efna sem enn hefðu [[efnasamband|samsetning]]u og efnafræðilega eiginleika þeirra.<ref>[http://antoine.frostburg.edu/chem/senese/101/glossary/m.shtml#molecule Molecule Definition] (Frostburg State University)</ref> Þessi skilgreining reynist oft ótæk því mörg algeng efni, svo sem [[steind]]ir, [[salt|sölt]] og [[málmur|málmar]] eru gerðir úr atómum eða [[jón (efnafræði)|jónum]]um sem ekki mynda sameindir.
 
Í [[kvikfræði]] [[lofttegund]]a er hugtakið ''sameind'' oft notað um hvaða ögn á loftformi sem er, óháð samsetningu.<ref>E.g. see [http://www.usd.edu/phys/courses/phys_111sf/ch_10/10_notes.htm]</ref> Samkvæmt því væru [[eðallofttegund]]ir taldar ''sameindir'' þó gerðar séu úr einu ótengdu atómi.