„Reykjavíkurhöfn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Hafnarstræti - Endret lenke(r) til Hafnarstræti (Reykjavík)
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Höfn - Endret lenke(r) til Höfn (mannvirki)
Lína 1:
[[Mynd:Reykjavík Harbour02.jpg|thumb|right|Horft yfir Reykjavíkurhöfn frá [[Arnarhóll|Arnarhóli]]. Stór [[frystitogari]] liggur við [[Miðbakki|Miðbakka]] í Austurhöfninni fyrir miðri mynd.]]
'''Reykjavíkurhöfn''' er [[Höfn (mannvirki)|höfn]] sem liggur út frá [[Kvosin]]ni í [[Miðborg Reykjavíkur]] í Reykjavíkinni utanverðri. Elsti hluti hennar, [[Ingólfsgarður]], var reistur frá [[1913]] til [[1915]] og lokið var við gerð [[Örfirisey]]jargarðs [[1917]]. Síðan þá hefur höfnin þróast mikið.
 
Höfnin skiptist í tvennt við [[Ægisgarður|Ægisgarð]], [[Vesturhöfn (Reykjavíkurhöfn)|Vesturhöfn]] ([[Grandagarður]] og [[Daníelsslippur]]) og [[Austurhöfn (Reykjavíkurhöfn)|Austurhöfn]] ([[smábátahöfn]]in, [[verbúð]]aruppfyllingin og [[Faxagarður]]). Mest atvinnustarfsemi er orðið í Vesturhöfninni þar sem landað er á Grandagarði en í Austurhöfninni eru aðallega smábátar, skútur og [[skemmtiferðaskip]] auk þess sem [[Landhelgisgæsla Íslands]] og [[Hafrannsóknarstofnun Íslands]] hafa verið með aðstöðu á Faxagarði. [[Uppskipun]] úr [[flutningaskip]]um sem áður var í Austurhöfninni fluttist öll í [[Sundahöfn]] eftir árið [[1968]].