„Seifsstyttan í Ólympíu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Hof - Endret lenke(r) til Hof (guðshús, heiðið hof)
Lína 1:
[[Mynd:Posag zeusa.jpg|thumb|Mynd af [[Seifur|Seifsstyttunni]] í [[Ólympía|Ólympíu]] í [[Grikkland]]i]]
[[Mynd:Forngrekiska mynt från Elis med bilder efter Fidias staty av Zeus i Olympias Zeustempel.jpg|thumb|Grikkland|Grískur [[mynt|peningur]] frá 125 e.Kr. með mynd [[Seifur|Seifsstyttunnar]]]]
'''Seifsstyttan í [[Ólympía|Ólympíu]]''' í [[Grikkland]]i var eitt af [[Sjö undur veraldar|sjö undrum veraldar]]. Hún var að líkindum stærsta stytta, sem nokkurn tímann hefur verið gerð innanhúss. Hún stóð í [[Hof (guðshús, heiðið hof)|hofi]]i [[Seifur (guð)|Seifs]] og er talin hafa verið um 12 metra há (40 fet), sem er ámóta og hæð venjulegs 4 hæða húss. Styttan sýndi Seif sitjandi í [[hásæti]], skikkjuklæddan og með ólívukrans á höfði. Í hægri lófa sér hélt hann á vængjaðri gyðju sigursins, Níke, sem var mjög smávaxin í samanburði við Seifsstyttuna sjálfa, en var þó stærri en nokkur maður. Í vinstri hendi hélt hann [[veldissproti|veldissprota]], sem á sat [[örn]]. Seifur var sveipaður [[skikkja|skikkju]], sem gerð var úr [[gull]]i og féll í fellingum niður fætur hans. Að ofan var hann að nokkru leyti nakinn og allt bert hold var gert úr [[fílabein]]i. Dökkir hlutar styttunnar voru gerðir úr [[íbenviður|íbenviði]]. Öll styttan og hásætið voru ríkulega skreytt með [[gler]]i, [[gimsteinn|gimsteinum]] og dýrum málmum, einnig var sætið allt útskorið og málað. Framan við styttuna var sérstök [[tjörn]] á gólfinu, sem þjónaði því hlutverki að endurvarpa [[sólarljós]]inu, sem barst inn um dyrnar, upp á styttuna og veita henni þannig dýrðarljóma í rökkrinu innan musterisveggjanna.
 
Smíði styttunnar lauk á 3. ári eftir 85. [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikana]], eða árið 438 fyrir [[Kristur|Krist]] að því er talið er. Styttusmiðurinn hét [[Feidías]]. Sagt var að faðir Seifs á himnum væri [[Krónos]], en Feidías væri faðir Seifs á jörðu. Þessi mesta stytta allra tíma stóð í meira en 800 ár. Hún skemmdist allnokkuð í [[Jarðskjálfti|jarðskjálfta]] um 170 fyrir Krist. Samt stóð hún enn um margar aldir. Að lokum var hún rifin í sundur, líklega að undirlagi [[Konstantín]]s [[keisari|keisara]], og pakkað niður, því að til stóð að flytja hana til [[Konstantínópel]]. Af því varð þó aldrei og að lokum fórst styttan í eldi um það bil árið 462 eftir Krist. Musterið stóð mun lengur, en féll þó í jarðskjálfta á 6. öld. [[Rúst]]ir þess hafa verið grafnar upp.