„Suðumark“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
m robot Fjarlægi: it:Punto di ebollizione
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Hamskipti - Endret lenke(r) til Hamur (efni)
Lína 5:
Suðumark samsvarar því hitastigi þar sem [[gufuþrýstingur]] efnis samsvarar umhverfisþrýstingi. Þess vegna er suðumark háð þrýstingi. Yfirleitt eru suðumörk gefin út miðað við [[staðalþrýstingur|staðalþrýsting]] (101325 [[paskal|Pa]] eða 1 loftþyngd). Við efri hæðarmörk, þar sem loftþrýstingur er lægri, er suðumark einnig lægra. Suðumark eykst við aukinn þrýsting, þar til [[markpunktur|markpunkti]] er náð þar sem eiginleikar lofttegunda og vökva verða ekki aðgreindir. Suðumark getur ekki hækkað upp fyrir markpunktinn. Á sama hátt lækkar suðumark við minnkandi þrýsting þar til [[þrípunktur|þrípunkti]] er náð. Suðumark fer ekki niður fyrir þrípunktinn.
 
Ferlið við að breytast frá vökva yfir í gas þarfnast [[varmi|varma]] sem kallaður er [[hamskiptavarmi]] (eða dulvarmi). Þegar varma er bætt við vökva við suðumark, fer hann allur í [[hamskiptiHamur (efni)|hamskiptin]]n. Þar af leiðandi haggast hitastigið ekki þrátt fyrir að varma hafi verið bætt við. Orðið dulvarmi er stundum notað til að útskýra þennan "hverfandi" varma sem bætt er við án þess að hitastig breytist. Vegna þess að við suðumark má bæta varma við án hitabreytingar, er [[varmarýmd]] vökvans því sem næst óendanleg.
 
Útfrá sjónarhorni víxlverkana milli sameinda er suðumarkið sá punktur þar sem fljótandi sameindir öðlast næga [[varmi|varmaorku]] til að rjúfa hina ýmsu aðdráttarkrafta sem halda þeim föstum í vökvanum (svo sem [[tvískauts-tvískauts-aðdráttur|tvískauts-tvískauts-aðdrátt]], [[augnabliks-tvískauts-tvískauts-aðdráttur|augnabliks-tvískauts-tvískauts-aðdrátt]] og [[vetnistengi]]). Því gefur suðumarkið vísbendingu um styrk þessara aðdráttarkrafta.