„Hótel Ísland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m smátexti um gamla hótel ísland (annars á þetta auðvitað að vera aðgreiningarsíða)
 
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Hafnarstræti - Endret lenke(r) til Hafnarstræti (Reykjavík)
Lína 5:
Hallberg byggði mikið og endurbætti á reitnum næstu árin. Hann reisti meðal annars skála út úr húsinu meðfram Vallarstræti og 1901 lét hann rífa gamla húsið Aðalstrætismegin og reisa þar þrílyft timburhús sem tengdist við húsið Austurstrætismegin með turni sem stóð á horninu. Þannig var húsið lengst af þar til það brann. Hallberg seldi húsið 1906 hópi manna sem áttu húsið í eitt ár en seldu það svo [[Góðtemplarar|Góðtemplarastúku]] Reykjavíkur. 1912 hófst rekstur [[Nýja bíó]]s í húsinu sem lá frá Austurstræti eftir Veltusundi og var það starfrækt þarna til 1920 þegar það flutti í eigið hús. Húsið komst svo í eigu [[Íslandsbanki (eldri)|Íslandsbanka]] og síðan félagsins Borg h.f.. 1928 eignaðist [[Alfreð Rosenberg]] hótelið. Hann hafði áður rekið [[kaffihús]] og tónleikastað í kjallara Nýja bíós og síðan [[Café Rosenberg]] þar sem [[Reykjavíkurapótek]] er nú.
 
Aðfaranótt 3. febrúar 1944 um klukkan tvö varð starfsstúlka sem svaf á efstu hæð hússins vör við að eldur var kominn upp á geymslulofti. Hún gerði viðvart og gestir hússins og fjölskylda Rosenbergs björguðust út á náttklæðunum. Húsið brann til kaldra kola á aðeins tveimur tímum. Einn maður fórst. Eftir brunann stóð reiturinn auður þar til [[Bifreiðastöð Steindórs]] kom sér þar upp aðstöðu og [[bílaplan]]i sem síðar var kallað [[Hallærisplanið]]. Bifreiðastöðin hafði haft aðstöðu á svokölluðu Steindórsplani gegnt hótelinu við [[Hafnarstræti (Reykjavík)|Hafnarstræti]] frá stofnun hennar 1922. 1993 voru plönin tvö sameinuð og Ingólfstorg reist. Það opnaði [[4. desember]] 1993.
 
==Heimildir==