„Rockall“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: zh:Rockall
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Rockall''' er lítil óbyggð kletta[[eyja]] í [[Norður-Atlantshaf]]i um það bil 460 [[Kílómetri|kílómetra]] vestur af [[Skotland]]i. Kletturinn er leifar útkulnaðs neðansjávar[[eldfjall]]s. Rockall er sömuleiðis nafn á einu af spásvæðum sjó[[veðurspá]]r [[BBC]].
 
Eyjan er 27 [[metri|metrar]] í þvermál og rís 23 metra úr sjó. Heildarflatarmál hennar er u.þ.b. 570 [[fermetri|m²]]. Eina varanlega lífið á klettinum eru ýmis sjávar[[lindýr]] sem ferstafesta sig við hann. Sjó[[fuglar]] á borð við [[rita (fugl)|ritur]], [[súla (fugl)|súlur]], [[fýll|fýla]] og [[langvía|langvíur]] nota hann til hvíldar á sumrin en verpa sjaldan þar. Engin ferskvatnsuppspretta er á eynni.
 
Rockall fellur innan [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] [[Bretland]]s og Bretar vildu lengi vel nota klettinn sem viðmiðunarpunkt og reikna 200 [[sjómíla|mílna]] efnahagslögsögu út frá honum. Þeir gáfu þá kröfu hinsvegar upp á bátinn þegar þeir samþykktu [[Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna]] [[1997]] en sáttmálinn kveður á um að ekki sé unnt að nota óbyggileg sker sem viðmiðunarpunkta.
 
Þó að ekki sé deilt um yfirráð yfir eyjunni sem slíkri þá er deilt um hver eigi [[landgrunn]]sréttindi á svæðinu vestur af Rockall. Slík réttindi veita ríkjum einkarétt á nýtingu auðlinda[[auðlind]]a sem hugsanlega finnast á eða undir sjávarbotninum, talið er mögulegt að þar leynist [[hráolía|olía]] eða [[gas]]. [[Írska lýðveldið|Írland]], [[Bretland]], [[Danmörk]] (fyrir hönd [[Færeyjar|Færeyja]]) og [[Ísland]] gera öll kröfu til þessara réttinda. Ríkin hafa frest fram að maí [[2009]] til þess að ná samkomulagi um skiptingu landgrunnsins og leggja það fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna.
 
== Tengt efni ==