Munur á milli breytinga „Kárahnjúkavirkjun“

m
viðbætur í sniði
m (viðbætur í sniði)
{{Vatnsaflsvirkjun|
|nafn = Kárahnjúkavirkjun|
|mynd = [[Mynd:Karahnjukar22jan2007.jpg|250pxcenter|240px]]|
|myndatexti = Kárahnjúkastífla 22.janúar 2007|
|byggingarár = 2008|
|afl = 690 [[Vatt|MW]]|
|virkjað vatnsfall= [[Jökulsá á Dal]], [[Jökulsá í Fljótsdal]] og fleiri
eigandi = [[Landsvirkjun]]
|fallhæð= 599 m
|framleiðslugeta= 4.600 [[Vatt|gígavattsstundir]]/ári
|meðalrennsli= 110 [[Rúmmeter|m³]]/sek
|virkjað rennsli=
|vatnasvið=
|fjöldi hverfla= 6 vélasamstæður
|tegund hverfla= [[Francis-hverfill|Francis]] á lóðréttum ási
|aðrennslisgöng= 40 km löng
|aðrennslisskurður=
|frárennslisgöng= 1,3 km út í Jökulsá á Fljótsdal
|frárennslisskurður=
|eigandi = [[Landsvirkjun]]
}}
'''Kárahnjúkavirkjun''' er 690 [[MW]] [[vatnsaflsvirkjun]] á [[hálendi Íslands]] norðan [[Vatnajökull|Vatnajökuls]]. Virkjunin sér [[álver]]i [[Alcoa]] á [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]] fyrir [[rafmagn|raforku]]. Virkjaðar eru [[jökulsá]]r [[Vatnajökull|Vatnajökuls]]: [[Jökulsá á Dal]] (Jökulsá á Brú), [[Jökulsá í Fljótsdal]], Kelduá og þrjár þverár hennar. Mannvirkið sem slíkt hefur verið nefnt ''stærsta framkvæmd Íslandssögunnar''. Undirbúningur að verkinu hófst árið 1999, framkvæmdir hófust 2002 og loks var virkjunin formlega gangsett [[30. nóvember]] [[2007]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1306307|titill=Ræs! sagði Össur}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item179504/|titill=Kárahnjúkavirkjun gangsett}}</ref> Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðnaðarmanna, og var aðalverktakafyrirtækið, [[Impregilo]], ítalskt. Um virkjunina og byggingu álversins hafa staðið miklar deilur milli þeirra sem eru á móti spillingu umhverfisins og annarra sem telja uppbygginguna jákvæða.
==Undirbúningur==
===Hallormsstaðaryfirlýsingin===
Dagana 28-29. júní [[1999]] hittust forsvarsmenn [[Norsk Hydro]], [[Landsvirkjun]]ar og íslenskra stjórnvalda við [[Hallormsstaður|Hallormsstaði]] og undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis að athuga skyldi hvort hagkvæmt væri að byggja álver í Reyðarfirði. Gengið var út frá því að ''Fljótsdalsvirkjun'' myndi sjá álverinu fyrir 210 MW af rafmagni og að það geti árlega framleitt 120 þúsund tonn af áli með möguleika á stækkun upp í 480 þúsund tonn. Eignarhaldsfélagið ''NORAL'' átti að stofna til þess að halda utan um rekstur álbræðslunnar og átti rekstur að hefjast fyrir lok 2003. Ekkert varð úr þessu þótt leyfi hefði fengist fyrir Fljótsdalsvirkjun vegna þess að aðilar sem að framkvæmdinni komu töldu þörf á stærri virkjun.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=177&ArtId=274|titill=Kárahnjúkar - Noral - Noral-yfirlýsing 29. júní 1999|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
===Kárahnjúkavirkjun komin á dagskrá===
Þann 24. maí [[2000]] var komið annað hljóð í strokkinn því nú átti að athuga hvort ekki væri hægt að reisa álver sem framleiddi „240 þúsund tonn á ári, og er gert ráð fyrir að hún verði síðar aukin í 360 þúsund tonn á ári“ og til þess þurfti stærri virkjun, Kárahnjúkavirkjun. Enn fremur var reiknað með því að framleiðsla gæti orðið allt af 480 þúsund tonn á ári og að framkvæmdum yrði lokið einhvern tímann á árinu 2006.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=177&ArtId=275|titill=Kárahnjúkar - Noral - Noral-yfirlýsing 24. maí 2000|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þann 20. apríl 2001 fékk Skipulagsstofnun afhenta matskýrslu frá Landsvirkjun og 4. maí 2001 var hún gerð aðgengileg almenningi. [[Skipulagsstofnun]] úrskurðaði 1. ágúst 2001 að leggjast gegn framkvæmdinni sökum umhverfisáhrifa. Þá ákvað Norsk Hydro að fresta um hálft ár, frá 1. febrúar 2002 og til 1. september 2002, ákvörðun um það hvort úr virkjuninni yrði.<ref>{{vefheimild|url=http://www.hydro.com/en/press_room/news/archive/2001_09/iceland_en.html|titill=Decision on Iceland aluminium plant postponed|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref> Þann 20. desember sama ár ákvað þáverandi umhverfisráðherra, [[Siv Friðleifsdóttir]], að fella úrskurðinn úr gildi með ákveðnum fyrirvörum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/sasn5vnfhz.html|titill=Mat á umhverfisáhrifum: Kárahnjúkavirkjun allt að 750 MW. Fyrri áfangi allt að 625 MW og síðari áfangi allt að 125 MW.|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.rettarheimild.is/Umhverfis/UrskurdirRaduneytisins/2001/01/01/nr/836|titill=Mál 01080004: Úrskurðir umhverfisráðuneytis < Umhverfisráðuneyti < rettarheimild.is|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
==Framkvæmdir==
[[Mynd:Stíflustæði Kárahnjúkastíflu.jpg|thumb|375px|Kárahnjúkastífla í byggingu]]
Ljóst var frá byrjun að flytja þyrfti inn töluvert af erlendu vinnuafli á meðan á framkvæmdunum stæði. Sitt sýndist hverjum um hver langtímaáhrifin yrðu fyrir þjóðarbúskapinn. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gaf út skýrsluna „Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda 2003-2008.“ þar sem fram kom að eftirspurn eftir vinnuafli umfram innlendu framboði myndi sveiflast en ná allt að 25002.500 störfum þegar mest læti.<ref>{{vefheimild|url=http://www.idnadarraduneyti.is/utgefid-efni/skyrslur/nr/549|titill=Forsíða > Útgefið efni > Skýrslur : Skýrslan Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda 2003-2008.|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þann 9. september 2003 gerði Landsvirkjun samning við [[Fosskraft]] um byggingu stöðvarhússins í Valþjófsstaðafjalli að andvirði 8,3 milljörðum kr.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=361&ArtId=690|titill=9.9.2003: Skrifað undir samninga við Fosskraft JV|mánuðurskoðað=24. ágúst|árskoðað=2006}}</ref>
Í [[nóvember]] [[2005]] kom út skýrsla náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna [[WWF]] um virkjanir og stíflur<ref>{{vefheimild|url=http://assets.panda.org/downloads/2045.pdf|titill=dam right|mánuðurskoðað=4. september|árskoðað=2006|snið=pdf}}</ref> og hafði Landsvirkjun eitt og annað út á hana að setja.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=406&ArtId=1251|titill=15.11.2005: Villandi fréttir og villandi umfjöllun World Wide Fund for Nature|mánuðurskoðað=4. september|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þá varð annað banaslys í mars 2006 þegar ungur starfsmaður Arnarfells lést við vinnu sína. Hann var að koma fyrir sprengiefni þegar ein sprengjan sprakk nærri honum og olli gróthruni sem hannvhann varð fyrir.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=408&ArtId=1331|titill=27.3.2006: Banaslys í aðgöngum 4|mánuðurskoðað=15. desember|árskoðað=2006}}</ref> Annað banaslys varð svo viku seinna þegar undirlag vinnuvélar gaf undan og hún valt nálægt Desjárstíflu. Maðurinn sem starfaði fyrir undirverktakann Suðurverk var látinn þegar að var komið.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=413&ArtId=1335|titill=3.4.2006: Banaslys við Desjarárstíflu|mánuðurskoðað=15. desember|árskoðað=2006}}</ref>
 
Í ágúst 2006 var gefin út skýrsla um þá hugsanlegu áhættu sem því fylgdi að veita vatni á Hálslón. Í umræðu hafði verið Campos Novos-stíflan í [[Brasilía|Brasilíu]] þar sem stíflugöng gáfu sig í júní 2006 og vatnið úr lóninu flæddi burt.<ref>{{vefheimild|url=http://www.newscientisttech.com/article.ns?id=mg19125593.300&feedId=online-news_rss20|titill=Enormous new dam fails in Brazil|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref> Sagt var að Kárahnjúkarvirkjun væri sambærileg og að hætta væri á því þetta myndi endurtaka sig. Skýrsluna samdi nefnd sérfræðinga með Norðmanninn Kaare Hoegh og Brasilíumanninn Nelson Pinto, auk Sveinbjörns Björnssonar, eðlisfræðings innanborðs. Þeir áætluðu að vatnsleki yrði um 5 rúmmetrar á sekúndu en myndi minnka eftir því sem set þjappaðist saman í lóninu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=423&ArtId=1422|titill=22.8.2006: Kárahnjúkastífla öruggt mannvirki; byrjað að safna í Hálslón í september|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/files/2006_8_22_Lokagreinarg-virkjun2006.pdf|titill=Kárahnjúkavirkjun: Fylling í Hálslón: Rannsóknir á stíflustæði, hönnun og bygging stíflunnar|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref>