„Kæsing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Hakarl near Bjarnahöfn in Iceland.JPG|thumb|Hákarl í [[hjallur|hjalli]].]]
'''Kæsing''' er verkunaraðferð ([[gerjun]]) sem er notuð er á [[skata|skötu]] og [[hákarl]] til að gera þau æt, en báðar tegundir eru [[brjóskfiskur|brjóskfiskar]] og nota [[þvagefni]] og [[trímetýlamín N-oxíð|trímetýlamín ''N''-oxíð]] til að viðhalda [[osmósuþrýstingur|osmósuþrýstingi]] í [[blóð|blóði]] á sama róli og í sjóvatni. Þessi efni eru því til staðar í nægilega háum styrk í holdi dýranna til að vera eitruð fyrir menn. Við kæsingu fer af stað gerjun af völdum [[gerlar|gerla]] sem framleiða [[ensím]] sem brjóta efnin niður í [[ammoníak]] (og svolítið [[vetni]]), en það er [[rokgirni|rokgjarnt]] og rýkur því að mestu úr kösinni þannig að vefurinn sem eftir er verður ætur. Sagnorðið ''að kæsa'' er skylt germönskum orðum fyrir ost, cheese á ensku, kaas á hollensku og Käse á þýsku, en lyktin af kæstum mat er ekki ósvipuð lyktinn af sterkum osti.
 
==Heimildir==